Spákaupmaðurinn: Svali í skattaforsælunni 5. mars 2008 00:01 Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa. Það er ágætt endrum og eins enda gerir maður jú upp þarna, skilar inn skattframtali til barmfagurra skvísa í skuggsælum skattaparadísum. Eða frekar – skilar ekki inn skattframtali. Þar stendur jú allt á núlli. Það kemur meira að segja fyrir að maður hitti á kunningja, Bjögga Thor á Kýpur, sem býr í húsi ekki langt frá mínu og ég skála stundum við í góðra vina hópi. Eða Hannes Smára á Bahama. Hann er reyndar ekki staddur í kofanum núna og segja mér kunnugir að hann hafi ekki sést lengi. Gæti verið á Barbados. Ég skildi eftir miða til hans í gær. Sagði honum að banka upp á númer 103. En hvað um það. Þetta eru paradísir. Pínakólað svotil gratís, stelpurnar flottar, sandurinn heitur og sjórinn svalandi. Svo eru hérna stjórnvöld sem kunna að tríta menn með peninga. Bjóða þeim vist, skjól og skugga undan löngum armi hins rammíslenska skattmanns, mönnum með tekjur, sem kunna að fara með peningana sína. Jafnvel pólitíið er huggulegt. Tekur brosandi við smáþóknun sé maður slompaður undir stýri eða kitli pinnann á röngum stað og röngum tíma. Skiptir engu þótt ég reyni að telja þeim trú um að Bambinn bara komist ekki svona hratt. Hér er gott að vera. Hasta la vista, bétébé. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa. Það er ágætt endrum og eins enda gerir maður jú upp þarna, skilar inn skattframtali til barmfagurra skvísa í skuggsælum skattaparadísum. Eða frekar – skilar ekki inn skattframtali. Þar stendur jú allt á núlli. Það kemur meira að segja fyrir að maður hitti á kunningja, Bjögga Thor á Kýpur, sem býr í húsi ekki langt frá mínu og ég skála stundum við í góðra vina hópi. Eða Hannes Smára á Bahama. Hann er reyndar ekki staddur í kofanum núna og segja mér kunnugir að hann hafi ekki sést lengi. Gæti verið á Barbados. Ég skildi eftir miða til hans í gær. Sagði honum að banka upp á númer 103. En hvað um það. Þetta eru paradísir. Pínakólað svotil gratís, stelpurnar flottar, sandurinn heitur og sjórinn svalandi. Svo eru hérna stjórnvöld sem kunna að tríta menn með peninga. Bjóða þeim vist, skjól og skugga undan löngum armi hins rammíslenska skattmanns, mönnum með tekjur, sem kunna að fara með peningana sína. Jafnvel pólitíið er huggulegt. Tekur brosandi við smáþóknun sé maður slompaður undir stýri eða kitli pinnann á röngum stað og röngum tíma. Skiptir engu þótt ég reyni að telja þeim trú um að Bambinn bara komist ekki svona hratt. Hér er gott að vera. Hasta la vista, bétébé. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun