Hófleg bjartsýni Dr. Gunni skrifar 20. mars 2008 03:00 Ég hef hugsað alltof mikið um fjármál síðustu dagana. Fjármál eru leiðinlegasta fyrirbæri alheimsins og ég kann ekki við þetta. Mig langar í áhyggjulausari raunveruleika án endalausra frétta af gengi markaða. Er eðlilegt að skap manns fari eftir því hvaða bréf froðufellandi verðbréfakarlar á útúrstressuðum kontorum kaupi þann daginn? Á maður að fá í magann af því að bláfátækir Kanar fluttu úr hjólhýsum í einingarhús og eiga nú ekki fyrir láninu? Kannski sé best að hætta bara að hlusta á fréttir. Á mánudaginn var allt í steik. Er allt að fara til fjandans? var yfirskrift fundar Viðskiptablaðsins. Auglýsingin dundi á manni allan daginn. Ég hringdi með sting í hjarta og spurði símastelpuna á blaðinu: Já, það er nokkurn veginn allt að fara til fjandans, svaraði hún. Á þriðjudaginn var „engin ástæða til bjartsýni". Ég sofnaði seint það kvöld. Í gærmorgun sagði Edda Rós sérfræðingur, sá frelsandi engill, að nú væri ástæða til „hóflegrar bjartsýni". Mér létti eitt augnablik, sá jafnvel utanlandsferð í hillingum. Sá léttleiki gufaði upp eins og íslensk króna í kauphöll þegar ég sá forsíðu DV: Skelfilegar hækkanir eftir páska! Ég slaufaði öllu öðru, þaut í Bónus og slóst við ellilífeyrisþega um kjúklingabringur á 3.000 kall kílóið. Þær kosta örugglega 5000 kall eftir helgi. HVAÐ næst? Þrátt fyrir ýkta þenslu höfum við þurft að vinna lengst allra til að eiga fyrir dýrasta drasli í heimi. Þrátt fyrir að dollarinn væri í 60 kalli og góðærið grasseraði lækkaði ekki neitt. Það var aldrei tilefni til vaxtalækkana til að „ógna ekki stöðugleikanum". Nú hækkar allt og ennþá er ekki tilefni til vaxtalækkana, kannski til að „ógna ekki óstöðugleikanum". Hvað veit ég? Jú, ég veit það að þegar verð hefur á annað borð hækkað á Íslandi þá lækkar það ekki aftur. Í því ljósi vil ég óska verkalýðshreyfingunni til hamingju með nýgerða kjarasamninga. Á meðan ég bylti mér yfir endunum sem ná ekki saman get ég líka kviðið fyrir afdrifum íbúðalánsins sem ég tók þegar endurfjármögnunartískan stóð sem hæst. Á næsta ári verða vextirnir „endurskoðaðir" og ég bíð á milli vonar og ótta eftir því að sjá á hvaða vexti lánið fer: hvort mafían brjóti á mér hnéskeljarnar eða láti sér nægja að höggva af mér litla putta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ég hef hugsað alltof mikið um fjármál síðustu dagana. Fjármál eru leiðinlegasta fyrirbæri alheimsins og ég kann ekki við þetta. Mig langar í áhyggjulausari raunveruleika án endalausra frétta af gengi markaða. Er eðlilegt að skap manns fari eftir því hvaða bréf froðufellandi verðbréfakarlar á útúrstressuðum kontorum kaupi þann daginn? Á maður að fá í magann af því að bláfátækir Kanar fluttu úr hjólhýsum í einingarhús og eiga nú ekki fyrir láninu? Kannski sé best að hætta bara að hlusta á fréttir. Á mánudaginn var allt í steik. Er allt að fara til fjandans? var yfirskrift fundar Viðskiptablaðsins. Auglýsingin dundi á manni allan daginn. Ég hringdi með sting í hjarta og spurði símastelpuna á blaðinu: Já, það er nokkurn veginn allt að fara til fjandans, svaraði hún. Á þriðjudaginn var „engin ástæða til bjartsýni". Ég sofnaði seint það kvöld. Í gærmorgun sagði Edda Rós sérfræðingur, sá frelsandi engill, að nú væri ástæða til „hóflegrar bjartsýni". Mér létti eitt augnablik, sá jafnvel utanlandsferð í hillingum. Sá léttleiki gufaði upp eins og íslensk króna í kauphöll þegar ég sá forsíðu DV: Skelfilegar hækkanir eftir páska! Ég slaufaði öllu öðru, þaut í Bónus og slóst við ellilífeyrisþega um kjúklingabringur á 3.000 kall kílóið. Þær kosta örugglega 5000 kall eftir helgi. HVAÐ næst? Þrátt fyrir ýkta þenslu höfum við þurft að vinna lengst allra til að eiga fyrir dýrasta drasli í heimi. Þrátt fyrir að dollarinn væri í 60 kalli og góðærið grasseraði lækkaði ekki neitt. Það var aldrei tilefni til vaxtalækkana til að „ógna ekki stöðugleikanum". Nú hækkar allt og ennþá er ekki tilefni til vaxtalækkana, kannski til að „ógna ekki óstöðugleikanum". Hvað veit ég? Jú, ég veit það að þegar verð hefur á annað borð hækkað á Íslandi þá lækkar það ekki aftur. Í því ljósi vil ég óska verkalýðshreyfingunni til hamingju með nýgerða kjarasamninga. Á meðan ég bylti mér yfir endunum sem ná ekki saman get ég líka kviðið fyrir afdrifum íbúðalánsins sem ég tók þegar endurfjármögnunartískan stóð sem hæst. Á næsta ári verða vextirnir „endurskoðaðir" og ég bíð á milli vonar og ótta eftir því að sjá á hvaða vexti lánið fer: hvort mafían brjóti á mér hnéskeljarnar eða láti sér nægja að höggva af mér litla putta.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun