Bankahólfið: Brosir breitt 26. mars 2008 00:01 Magnús Ármann Sigurður Bollason Tímasetningar skipta ávallt miklu máli í fjárfestingum. Einn fjárfestir sem fór mikinn á árinu 2006 má eiga það að hann hefur tímasett sölu á hlutabréfum vel. Margir muna eftir umsvifum Sigurðar Bollasonar, meðal annars í FL Group og Dagsbrún, sem var móðurfélag Vodafone og 365 miðla. Í apríl 2006 tilkynnti hann um sölu á hlut sínum í Icon ehf. sem átti þá tæp 8 prósent í FL Group. Gengið á FL á þessum tíma var um 25 (en nálægt sjö í gær). Runnur átti tæp 13 prósent í Dagsbrún. Materia Invest, sem er í eigu félaga hans, Þorsteins M. Jónssonar, Magnúsar Ármann og Kevin Standford, keypti hlut Sigurðar. Nú slappar hann af í Skerjafirðinum en Materia Invest berst með skuldabaggann í Landsbankanum. Vinnan hefur alltaf forgangLjóst er að margur makinn var pirraður um páskahelgina. Ástæðan er sú að lykilstarfsmenn í Landsbankanum og Glitni voru kallaðir heim úr fríum erlendis. Mikið lá á að klára ákveðin mál innan bankanna og fóru margar sögusagnir á flug varðandi hlut FL Group í Glitni. Þó að einhver bið verði á að hreyfing komist á þann eignarhlut voru lögfræðingar innan Glitnis að störfum um páskahelgina. Sömu sögu var að segja um lögfræðinga hjá Landsbankanum sem gerðu hlé á skíðaferðum með fjölskyldunni áður en brekkurnar voru sigraðar á nýjan leik.Nýklipptur bankastjóriDavíð Oddsson seðlabankastjóri var öryggið uppmálað þegar hann svaraði fyrir stýrivaxtahækkun bankans í gær í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann sagði vaxtahækkunina í gær einhverja þá mestu sem Seðlabankinn hefði farið í í einu lagi síðan núverandi skipan peningamála var tekin upp árið 2001. Menn hefðu því þurft að hafa drjúgar ástæður fyrir henni. Athugulir sjónvarpsáhorfendur tóku eftir að Davíð var nýklipptur og hafði stytt sitt hrokkna hár nokkuð mikið. Höfðu einhverjir á orði að kallinn liti vel út þrátt fyrir spennuna sem hefur ríkt á mörkuðum upp á síðkastið. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Sjá meira
Tímasetningar skipta ávallt miklu máli í fjárfestingum. Einn fjárfestir sem fór mikinn á árinu 2006 má eiga það að hann hefur tímasett sölu á hlutabréfum vel. Margir muna eftir umsvifum Sigurðar Bollasonar, meðal annars í FL Group og Dagsbrún, sem var móðurfélag Vodafone og 365 miðla. Í apríl 2006 tilkynnti hann um sölu á hlut sínum í Icon ehf. sem átti þá tæp 8 prósent í FL Group. Gengið á FL á þessum tíma var um 25 (en nálægt sjö í gær). Runnur átti tæp 13 prósent í Dagsbrún. Materia Invest, sem er í eigu félaga hans, Þorsteins M. Jónssonar, Magnúsar Ármann og Kevin Standford, keypti hlut Sigurðar. Nú slappar hann af í Skerjafirðinum en Materia Invest berst með skuldabaggann í Landsbankanum. Vinnan hefur alltaf forgangLjóst er að margur makinn var pirraður um páskahelgina. Ástæðan er sú að lykilstarfsmenn í Landsbankanum og Glitni voru kallaðir heim úr fríum erlendis. Mikið lá á að klára ákveðin mál innan bankanna og fóru margar sögusagnir á flug varðandi hlut FL Group í Glitni. Þó að einhver bið verði á að hreyfing komist á þann eignarhlut voru lögfræðingar innan Glitnis að störfum um páskahelgina. Sömu sögu var að segja um lögfræðinga hjá Landsbankanum sem gerðu hlé á skíðaferðum með fjölskyldunni áður en brekkurnar voru sigraðar á nýjan leik.Nýklipptur bankastjóriDavíð Oddsson seðlabankastjóri var öryggið uppmálað þegar hann svaraði fyrir stýrivaxtahækkun bankans í gær í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann sagði vaxtahækkunina í gær einhverja þá mestu sem Seðlabankinn hefði farið í í einu lagi síðan núverandi skipan peningamála var tekin upp árið 2001. Menn hefðu því þurft að hafa drjúgar ástæður fyrir henni. Athugulir sjónvarpsáhorfendur tóku eftir að Davíð var nýklipptur og hafði stytt sitt hrokkna hár nokkuð mikið. Höfðu einhverjir á orði að kallinn liti vel út þrátt fyrir spennuna sem hefur ríkt á mörkuðum upp á síðkastið.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Sjá meira