Heilsuleysi Dana Gerður Kristný skrifar 29. mars 2008 06:00 Á háskólaárunum hnaut ég um þá speki að fjölmiðlar endurspegluðu samtímann. Á henni hef ég hangið eins og hundur á roði þar til nú um páskahelgina að á mig komu vöflur. Kliðmjúk rödd fréttamanns Ríkisútvarpsins sagði frá því að rúmlega fjórði hver Dani þjáðist af ólæknandi sjúkdómi. Hann nefndi sem dæmi sykursýki, krabbamein, hjartveiki og lungnasjúkdóma af völdum reykinga. Og það var ekki verið að fara fínt í þetta því klykkt var út með að heil milljón Dana væri þegar með ólæknandi sjúkdóma eins og astma, ofnæmi, gigt og alls konar geðkvilla. Í fyrradag birti Morgunblaðið síðan aðra frétt um heilsuleysi Dana. Þar er sagt frá því að talið sé að tvær milljónir þeirra þjáist af höfuðverk og það er ekki aðeins vegna mígrenis heldur líka vegna spennu og streitu. Já, það tók því fyrir Dani að efast um íslensku útrásina á sínum tíma eins og allt flýtur í gigt og geðveiki hjá þeim, hugsaði ég með mér. Sem dyggur lesandi danskra fjölmiðla, eins og húsbúnaðarblaðsins Bolig og tískutímaritanna Eurowoman og Costume, verð ég samt að viðurkenna að þessi hluti dansks samtíma hafði gjörsamlega farið framhjá mér. Ég get svoleiðis svarið að ekkert af því ágæta fólki sem birtist í þessum tímaritum ber það með sér að þjást af einu eða neinu - nema þá helst afskaplega dýrum húsgagna- og fatasmekk. Getur verið að ritstjórarnir séu gagngert að reyna að þyrla ryki í augun á mér og öðrum lesendum sínum? Ég greip nýjasta Costume og blaðaði í gegnum það í leit að hjartveikum hönnuðum eða astmaveikum fyrirsætum. Reyndar er stúlkan á forsíðunni klædd náttbuxum en það er örugglega ekki vegna þess að hún sé eitthvað slöpp, heldur vegna þess að náttbuxur eru í tísku í sumar. Það var ekki fyrr en ég greip Eurowoman sem ég hnaut loks um nokkuð sem rímaði fullkomlega við heimsmynd mína þótt það hafi reyndar lítið með sjúkdóma að gera - og þó. Í nýjasta tölublaðinu er rætt við þrjár ungar stjórnmálakonur sem minnast á það sem þær kalla Rip, Rap og Rup-heilkennið en það er þegar karlar ráða alltaf sína líka í stöður. Og hafið þið séð nýráðinn aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Á háskólaárunum hnaut ég um þá speki að fjölmiðlar endurspegluðu samtímann. Á henni hef ég hangið eins og hundur á roði þar til nú um páskahelgina að á mig komu vöflur. Kliðmjúk rödd fréttamanns Ríkisútvarpsins sagði frá því að rúmlega fjórði hver Dani þjáðist af ólæknandi sjúkdómi. Hann nefndi sem dæmi sykursýki, krabbamein, hjartveiki og lungnasjúkdóma af völdum reykinga. Og það var ekki verið að fara fínt í þetta því klykkt var út með að heil milljón Dana væri þegar með ólæknandi sjúkdóma eins og astma, ofnæmi, gigt og alls konar geðkvilla. Í fyrradag birti Morgunblaðið síðan aðra frétt um heilsuleysi Dana. Þar er sagt frá því að talið sé að tvær milljónir þeirra þjáist af höfuðverk og það er ekki aðeins vegna mígrenis heldur líka vegna spennu og streitu. Já, það tók því fyrir Dani að efast um íslensku útrásina á sínum tíma eins og allt flýtur í gigt og geðveiki hjá þeim, hugsaði ég með mér. Sem dyggur lesandi danskra fjölmiðla, eins og húsbúnaðarblaðsins Bolig og tískutímaritanna Eurowoman og Costume, verð ég samt að viðurkenna að þessi hluti dansks samtíma hafði gjörsamlega farið framhjá mér. Ég get svoleiðis svarið að ekkert af því ágæta fólki sem birtist í þessum tímaritum ber það með sér að þjást af einu eða neinu - nema þá helst afskaplega dýrum húsgagna- og fatasmekk. Getur verið að ritstjórarnir séu gagngert að reyna að þyrla ryki í augun á mér og öðrum lesendum sínum? Ég greip nýjasta Costume og blaðaði í gegnum það í leit að hjartveikum hönnuðum eða astmaveikum fyrirsætum. Reyndar er stúlkan á forsíðunni klædd náttbuxum en það er örugglega ekki vegna þess að hún sé eitthvað slöpp, heldur vegna þess að náttbuxur eru í tísku í sumar. Það var ekki fyrr en ég greip Eurowoman sem ég hnaut loks um nokkuð sem rímaði fullkomlega við heimsmynd mína þótt það hafi reyndar lítið með sjúkdóma að gera - og þó. Í nýjasta tölublaðinu er rætt við þrjár ungar stjórnmálakonur sem minnast á það sem þær kalla Rip, Rap og Rup-heilkennið en það er þegar karlar ráða alltaf sína líka í stöður. Og hafið þið séð nýráðinn aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun