Banakahólfið: Miklar væntingar 9. apríl 2008 00:01 Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt upp um aðgerðir sínar, en einstakir ráðherrar hafa þó gefið sterklega í skyn að aukið verði verulega við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þá hefur forsætisráðherra látið að því liggja, að til standi að egna gildrur fyrir spákaupmenn sem tekið hafi stöðu gegn íslensku efnahagslífi, svokallaðar bjarnargildrur, væntanlega með vísun í bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns. Hækkun á gengi íslensku bankanna og lækkandi skuldatryggingarálag þeirra er ekki aðeins rakið til hagstæðari skilyrða á alþjóðavettvangi, heldur ekki síður til væntinga um útspil íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Nú er lag, segja menn, þegar útlitið er aðeins bjartara og kjörin betri á lánamörkuðum. En gerist ekkert, vara þeir hinir sömu við, er hætt við því að einhver afturkippur geti komið og jafnvel ný niðursveifla.Aukin harkaKunnugir merkja aukna hörku af hálfu íslenskra fjármálafyrirtækja í samskiptum við erlenda fjölmiðla og kemur það væntanlega ekki til af góðu. Hér áður fyrr var viðkvæðið að láta villandi eða jafnvel rangan fréttaflutning af íslensku útrásinni eiga sig, enda tæki því ekki að elta ólar við allt sem birtist á prenti. Nú er öldin hins vegar önnur og til marks um það eru leiðréttingar í enskum dagblöðum um liðna helgi, þar sem bæði Daily Mail og Sunday Times birtu leiðréttingar vegna fregna úr fyrri viku, þar sem því var haldið fram að breskir sparifjáreigendur tækju nú fé sitt í stórum stíl út úr innlánsreikningum íslensku bankanna, þ.e. Icesave Landsbankans og Kaupthing Edge.Sérfræðingar á markaði segja að nú hafi talsmenn bankanna fengið skýr fyrirmæli frá stjórnendum um að leiðrétta strax allar rangar fréttir og ganga hart eftir því að skaðlegar fréttir, sem ekki er fótur fyrir, birtist í fjölmiðlum. Kemur þetta ekki síst í kjölfar fregna af erlendum spákaupmönnum og skortsölum, sem hafa hagsmuni af því að miðla neikvæðum fréttum af tilteknum fyrirtækjum og jafnvel löndum í þeim tilgangi að hagnast sjálfir á lækkun á gengi hlutabréfa eða breytingum á gengi gjaldmiðla. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt upp um aðgerðir sínar, en einstakir ráðherrar hafa þó gefið sterklega í skyn að aukið verði verulega við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þá hefur forsætisráðherra látið að því liggja, að til standi að egna gildrur fyrir spákaupmenn sem tekið hafi stöðu gegn íslensku efnahagslífi, svokallaðar bjarnargildrur, væntanlega með vísun í bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns. Hækkun á gengi íslensku bankanna og lækkandi skuldatryggingarálag þeirra er ekki aðeins rakið til hagstæðari skilyrða á alþjóðavettvangi, heldur ekki síður til væntinga um útspil íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Nú er lag, segja menn, þegar útlitið er aðeins bjartara og kjörin betri á lánamörkuðum. En gerist ekkert, vara þeir hinir sömu við, er hætt við því að einhver afturkippur geti komið og jafnvel ný niðursveifla.Aukin harkaKunnugir merkja aukna hörku af hálfu íslenskra fjármálafyrirtækja í samskiptum við erlenda fjölmiðla og kemur það væntanlega ekki til af góðu. Hér áður fyrr var viðkvæðið að láta villandi eða jafnvel rangan fréttaflutning af íslensku útrásinni eiga sig, enda tæki því ekki að elta ólar við allt sem birtist á prenti. Nú er öldin hins vegar önnur og til marks um það eru leiðréttingar í enskum dagblöðum um liðna helgi, þar sem bæði Daily Mail og Sunday Times birtu leiðréttingar vegna fregna úr fyrri viku, þar sem því var haldið fram að breskir sparifjáreigendur tækju nú fé sitt í stórum stíl út úr innlánsreikningum íslensku bankanna, þ.e. Icesave Landsbankans og Kaupthing Edge.Sérfræðingar á markaði segja að nú hafi talsmenn bankanna fengið skýr fyrirmæli frá stjórnendum um að leiðrétta strax allar rangar fréttir og ganga hart eftir því að skaðlegar fréttir, sem ekki er fótur fyrir, birtist í fjölmiðlum. Kemur þetta ekki síst í kjölfar fregna af erlendum spákaupmönnum og skortsölum, sem hafa hagsmuni af því að miðla neikvæðum fréttum af tilteknum fyrirtækjum og jafnvel löndum í þeim tilgangi að hagnast sjálfir á lækkun á gengi hlutabréfa eða breytingum á gengi gjaldmiðla.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira