Guðmundur: Höfum æft stíft Elvar Geir Magnússon skrifar 16. júlí 2008 17:45 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður hans. Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu. Framundan eru leikir um helgina gegn Spánverjum. „Undirbúningurinn hófst í síðustu viku og við erum búnir að taka vel á því og æfa stíft. Núna erum við komnir á þann punkt að við erum að færa okkur meira yfir í taktík fyrir þessa leiki. Við megum samt ekki slaka of mikið niður, við verðum að halda ákveðnu tempói," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Guðmundur er sáttur við hvernig undirbúningnum er háttað. „Auðvitað vill þjálfarinn alltaf hafa undirbúninginn aðeins lengri en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við vorum í erfiðum forkeppnum og eftir þær þurfa leikmennirnir auðvitað að fá eitthvað frí. Þetta var lendingin og við skulum segja það að þetta sé eins og þetta á að vera." En í hvað ætlar Guðmundur að nýta komandi leiki gegn Spáni? „Ég ætla að nýta þá meðal annars í sóknaratriði, þeir spila mikið 5-1 vörn en eiga það til að fara í 6-0 líka. Við verðum bara að æfa okkur á móti því. Við mætum Rússum í fyrsta leik á Ólympíuleikunum og þeir spila ekki ósvipað og Spánverjarnir," sagði Guðmundur. „Spánverjar hafa gríðarlega öflugar skyttur, eru með menn sem geta skotið langt fyrir aftan punktalínu og eru fljótir. Þeir eru með mjög þunga og erfiða línumenn sem við lentum í basli með í síðasta leik og þurfum að bæta það. Ég verð líka að gefa mönnum tækifæri og sjá hvaða samsetning á liði kemur best út. Það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum enn." Ástandið í hópnum er gott þó Róbert Gunnarsson eigi við einhver meiðsli að stríða. „Það eru smávægileg meiðsli hjá Róberti, hann er tognaður í kálfa. Hann er búinn að taka tveggja daga hvíld og ég hef ekkert miklar áhyggjur af hans meiðslum," sagði Guðmundur en tilhlökkun fyrir Ólympíuleikana eykst í herbúðum liðsins með hverjum degi. „Það er mjög mikil tilhlökkun. Það er stórkostlegt tækifæri að fara á Ólympíuleikana. Við gerum okkur líka grein fyrir að það eru miklar kröfur gerðar til okkar og við viljum gera allt til að standa okkur." Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Enski boltinn Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu. Framundan eru leikir um helgina gegn Spánverjum. „Undirbúningurinn hófst í síðustu viku og við erum búnir að taka vel á því og æfa stíft. Núna erum við komnir á þann punkt að við erum að færa okkur meira yfir í taktík fyrir þessa leiki. Við megum samt ekki slaka of mikið niður, við verðum að halda ákveðnu tempói," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Guðmundur er sáttur við hvernig undirbúningnum er háttað. „Auðvitað vill þjálfarinn alltaf hafa undirbúninginn aðeins lengri en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við vorum í erfiðum forkeppnum og eftir þær þurfa leikmennirnir auðvitað að fá eitthvað frí. Þetta var lendingin og við skulum segja það að þetta sé eins og þetta á að vera." En í hvað ætlar Guðmundur að nýta komandi leiki gegn Spáni? „Ég ætla að nýta þá meðal annars í sóknaratriði, þeir spila mikið 5-1 vörn en eiga það til að fara í 6-0 líka. Við verðum bara að æfa okkur á móti því. Við mætum Rússum í fyrsta leik á Ólympíuleikunum og þeir spila ekki ósvipað og Spánverjarnir," sagði Guðmundur. „Spánverjar hafa gríðarlega öflugar skyttur, eru með menn sem geta skotið langt fyrir aftan punktalínu og eru fljótir. Þeir eru með mjög þunga og erfiða línumenn sem við lentum í basli með í síðasta leik og þurfum að bæta það. Ég verð líka að gefa mönnum tækifæri og sjá hvaða samsetning á liði kemur best út. Það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum enn." Ástandið í hópnum er gott þó Róbert Gunnarsson eigi við einhver meiðsli að stríða. „Það eru smávægileg meiðsli hjá Róberti, hann er tognaður í kálfa. Hann er búinn að taka tveggja daga hvíld og ég hef ekkert miklar áhyggjur af hans meiðslum," sagði Guðmundur en tilhlökkun fyrir Ólympíuleikana eykst í herbúðum liðsins með hverjum degi. „Það er mjög mikil tilhlökkun. Það er stórkostlegt tækifæri að fara á Ólympíuleikana. Við gerum okkur líka grein fyrir að það eru miklar kröfur gerðar til okkar og við viljum gera allt til að standa okkur."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Enski boltinn Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Sjá meira
Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18