Íslenski boltinn

Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arnór Ingvi Traustason segist ekki hafa rætt við Elías Má um að fara til Keflavíkur saman.
Arnór Ingvi Traustason segist ekki hafa rætt við Elías Má um að fara til Keflavíkur saman. Vísir/Anton Brink

Arnór Ingvi Traustason segir ekkert til í sögum um að hann og Elías Már Ómarsson hafi viljað fara saman heim til Keflavíkur og spila með liðinu í Bestu deild karla í sumar. Arnór samdi við KR en Elías við Víking.

Keflvíkingar voru orðaðir við Arnór Ingva og Elías Má í vetur eftir að liðið tryggði sæti sitt í Bestu deild karla í fyrsta sinn um hríð. Mikið kapp yrði lagt á að fá þá félaga heim í Keflavík en báðir léku með liðinu á yngri árum.

Klippa: Sagan um Keflavík ekki sönn

Báðir munu spila í Bestu deildinni í sumar en hvorugur með Keflavík. Elías Már, sem lék í Kína í ár, samdi við Víking en Arnór Ingvi fór frá Norrköping í Svíþjóð til KR um helgina.

Þessi saga af þeim félögum var borin undir Arnór Ingva í viðtali í dag.

„Nei. Ég hef ekkert rætt við hann Elías. Hann er góður drengur en við ræddum ekki saman um eitt eða neitt. Ég veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið,“ segir Arnór Ingvi léttur.

„Ég ræddi við Halla (Harald Frey Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur) í símann einu sinni fyrir löngu síðan, bæði sem vin enda kunningi minn sem ég spilaði með þegar ég var yngri. Hann var bara að heyra í mér hljóðið og meira var það ekki. Ég hef aldrei heyrt aftur í þeim,“

„Ég veit ekki alveg hvaðan Keflavík kom, kannski af ég var þar þá. En það var ekkert meira en það,“ segir Arnór Ingvi.

Nánar verður rætt við Arnór Ingva í Sportpakkanum á Sýn í kvöld.


Tengdar fréttir

Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR

Þaulreyndi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason er orðinn leikmaður KR og skrifar undir samning í Vesturbænum út tímabilið 2028. Þetta staðfestir félagið í tilkynningu á samfélagsmiðlum.

Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífur­lega dýr­mætt fyrir KR“

Þau stóru tíðindi bárust úr her­búðum KR í gær að þaul­reyndi at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn Arnór Ingvi Trausta­son væri orðinn leik­maður liðsins. Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari KR, gleðst yfir því að fá svo stóran prófíl inn í leik­manna­hóp sinn. Arnór muni koma með gæði að borðinu innan vallar hjá KR en Óskar er ekki síður spenntur fyrir því sem hann getur gert fyrir félagið utan vallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×