Obama kætir bandaríska fjárfesta 8. desember 2008 21:13 Barack Obama, sem tekur við forsetastólnum af George W. Bush, á nýju ári. Fjárfestar eru kampakátir með aðgerðir í efnahagsmálum sem hann boðaði um helgina. Mynd/AP Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. Á meðal verkefna forsetans verðandi, sem hann kynnti um helgina, er aukinn kraftur í vegalagningu, byggingastarfsemi á vegum hins opinbera og uppbyggingu háhraðanettenginga um landið endilangt, svo fátt eitt sé nefnt. Gangi allt að óskum verður verkefnið eitt það viðamesta sem bandaríska stjórnkerfið hefur staðið fyrir síðan í vegalagningunni ríkja á milli fyrir hálfri öld, að sögn Associated Press-fréttaveitunnar. Gengi bréfa í iðnfyrirtækjum og framleiðendum þungavinnuvéla hækkaði talsvert. Svo sem í bréfum Caterpillar, sem stökk upp um þrettán prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í álrisanum Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, um nítján prósent. S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,84 prósent, Dow Jones-vísitalan um 3,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,14 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir. Á meðal verkefna forsetans verðandi, sem hann kynnti um helgina, er aukinn kraftur í vegalagningu, byggingastarfsemi á vegum hins opinbera og uppbyggingu háhraðanettenginga um landið endilangt, svo fátt eitt sé nefnt. Gangi allt að óskum verður verkefnið eitt það viðamesta sem bandaríska stjórnkerfið hefur staðið fyrir síðan í vegalagningunni ríkja á milli fyrir hálfri öld, að sögn Associated Press-fréttaveitunnar. Gengi bréfa í iðnfyrirtækjum og framleiðendum þungavinnuvéla hækkaði talsvert. Svo sem í bréfum Caterpillar, sem stökk upp um þrettán prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í álrisanum Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, um nítján prósent. S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,84 prósent, Dow Jones-vísitalan um 3,46 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,14 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira