Pétur segir Stím-málið kalla á reglubreytingar 30. nóvember 2008 18:30 Viðskiptahættir gamla Glitnis voru vægast sagt undarlegir að mati Péturs Blöndal formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir Glitni hafa reynt að fegra stöðu sína með því að láta einkahlutafélag sem bankinn átti stóran hlut í kaupa bréf í bankanum. Einkahlutafélagið Stím var stofnað í nóvember á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður félagsins, sendi frá sér í gær kemur fram að Glitnir átti tæp 33 prósent í félaginu. Stím keypti 4,3 prósent hlut Glitni fyrir rúma 16 milljarða í fyrra og auk þess hlut í FL Group fyrir tæpa 9 millljarða. Glitnir lánaði félaginu tæpa 20 milljarða fyrir kaupunum. „Viðskiptahættirnir eru dáltíð undarlegir vægast sagt. Þarna er banki að lána 80% í kaupum á sjálfum sér og stærsta eigenda sínum," segir Pétur. „Ég get ekki farið í lögfræðina en þetta er greinilega til þess að hafa áhrif á gengi og eftirspurn eftir hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki og ég mundi flokka þetta undir eitthvað sem þyrfti að skoða." Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sagði að kaupin yrðu skoðuð sérstaklega í vikunni. Í yfirlýsingu sem skilanefnd Gamla Glitnis sendi frá sér í dag kemur fram að Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím strax í nóvember í fyrra og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallarinnar. Fréttastofa ákvað að leita viðbragða hjá stjórn Gamla Glitnis vegna málsins. Björn Ingi Sveinsson, sagðist ekki vita neitt um málið. Pétur Guðmundarson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sagðist ekki muna eftir því að stjórn bankans hafi fjallað sérstaklega um Stím á sínum tíma. Ekki náðist í aðra fyrrum stjórnarmeðlimi Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, er erlendis. Pétur segir málið allt kalla á reglubreytingar. „Það held ég að sé alveg einhlýtt að ef þetta er ekki bannað með lögum þá þyrfti að setja reglur um það auðmenn geti ekki verið að breyta gengi á hlutabréfum í sjálfum sér með þessum hætti." Stím málið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Viðskiptahættir gamla Glitnis voru vægast sagt undarlegir að mati Péturs Blöndal formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir Glitni hafa reynt að fegra stöðu sína með því að láta einkahlutafélag sem bankinn átti stóran hlut í kaupa bréf í bankanum. Einkahlutafélagið Stím var stofnað í nóvember á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður félagsins, sendi frá sér í gær kemur fram að Glitnir átti tæp 33 prósent í félaginu. Stím keypti 4,3 prósent hlut Glitni fyrir rúma 16 milljarða í fyrra og auk þess hlut í FL Group fyrir tæpa 9 millljarða. Glitnir lánaði félaginu tæpa 20 milljarða fyrir kaupunum. „Viðskiptahættirnir eru dáltíð undarlegir vægast sagt. Þarna er banki að lána 80% í kaupum á sjálfum sér og stærsta eigenda sínum," segir Pétur. „Ég get ekki farið í lögfræðina en þetta er greinilega til þess að hafa áhrif á gengi og eftirspurn eftir hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki og ég mundi flokka þetta undir eitthvað sem þyrfti að skoða." Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sagði að kaupin yrðu skoðuð sérstaklega í vikunni. Í yfirlýsingu sem skilanefnd Gamla Glitnis sendi frá sér í dag kemur fram að Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím strax í nóvember í fyrra og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallarinnar. Fréttastofa ákvað að leita viðbragða hjá stjórn Gamla Glitnis vegna málsins. Björn Ingi Sveinsson, sagðist ekki vita neitt um málið. Pétur Guðmundarson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sagðist ekki muna eftir því að stjórn bankans hafi fjallað sérstaklega um Stím á sínum tíma. Ekki náðist í aðra fyrrum stjórnarmeðlimi Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, er erlendis. Pétur segir málið allt kalla á reglubreytingar. „Það held ég að sé alveg einhlýtt að ef þetta er ekki bannað með lögum þá þyrfti að setja reglur um það auðmenn geti ekki verið að breyta gengi á hlutabréfum í sjálfum sér með þessum hætti."
Stím málið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira