„Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Árni Sæberg skrifar 10. desember 2025 15:20 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir dóminn vonbrigði. Vísir/Lýður Valberg Formaður neytendasamtakanna segir sýknu Arion banka af öllum kröfum neytenda í einu vaxtamálanna svokölluðu vera vonbrigði. Málið hafi þó takmarkað fordæmisgildi þar sem það hafi varðað lánasamning sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. „Auðvitað eru þetta vissulega vonbrigði. Málið fór á annan veg heldur en við héldum og lögðum upp með. Svona er lífið,“ segir Breki Karlsson, í samtali við Vísi í Hæstarétti, þar sem dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Arion banka. Minna fordæmisgildi en síðasta mál Málið er annað vaxtamálanna svokölluðu sem Hæstiréttur kveður upp dóm í. Dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Íslandsbanka í október síðastliðnum og hefur haft mikil áhrif á lánamarkað. Eftir uppsögu hans sagði Breki að hann hefði mikið fordæmisgildi. Telur þú að það sama gildi hér? „Nei, í rauninni ekki. Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi. Þetta varðar lán sem var tekið 2017. Þá giltu önnur lög heldur en gilda í dag. Þannig að í raun og veru má segja að þetta hefur ekki fordæmisgildi fyrir lán sem er verið að veita núna, heldur var verið að dæma eftir eldri lögum sem þá giltu.“ Stutt í seinni tvö málin Á dagskrá Hæstaréttar sé mál á hendur Landsbankanum, sem varði aftur á móti verðtryggt lán, sem tekið var eftir gildstöku laga um neytendalán. Dómurinn í dag hafi lítið gildi hvað það mál varðar og það verði spennandi að sjá hvað Hæstiréttur gerir. Málflutningur hefur þegar farið fram í því máli og dóms er að vænta í því snemma á nýju ári. Nokkrum dögum fyrir það er dóms að vænta í öðru máli á hendur Landsbankanum, sem varðar svipaðan samning og dæmt var um í máli Íslandsbanka. Ætla ekki með málið til Strassborgar Kemur til greina að fara lengra með málið, til Mannréttindadómstóls Evrópu? „Ekki þetta mál. Það, eins og ég segi, þessi lög eru fallin úr gildi. Það eru ný lög þar sem er ríkari réttur lántaka. Og þar af leiðandi held ég að það sé ekki þörf á að fara með þetta mál lengra,“ segir Breki að lokum.“ Vaxtamálið Lánamál Neytendur Dómsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. 9. desember 2025 15:04 Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. 29. október 2025 16:40 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
„Auðvitað eru þetta vissulega vonbrigði. Málið fór á annan veg heldur en við héldum og lögðum upp með. Svona er lífið,“ segir Breki Karlsson, í samtali við Vísi í Hæstarétti, þar sem dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Arion banka. Minna fordæmisgildi en síðasta mál Málið er annað vaxtamálanna svokölluðu sem Hæstiréttur kveður upp dóm í. Dómur var kveðinn upp í máli neytenda á hendur Íslandsbanka í október síðastliðnum og hefur haft mikil áhrif á lánamarkað. Eftir uppsögu hans sagði Breki að hann hefði mikið fordæmisgildi. Telur þú að það sama gildi hér? „Nei, í rauninni ekki. Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi. Þetta varðar lán sem var tekið 2017. Þá giltu önnur lög heldur en gilda í dag. Þannig að í raun og veru má segja að þetta hefur ekki fordæmisgildi fyrir lán sem er verið að veita núna, heldur var verið að dæma eftir eldri lögum sem þá giltu.“ Stutt í seinni tvö málin Á dagskrá Hæstaréttar sé mál á hendur Landsbankanum, sem varði aftur á móti verðtryggt lán, sem tekið var eftir gildstöku laga um neytendalán. Dómurinn í dag hafi lítið gildi hvað það mál varðar og það verði spennandi að sjá hvað Hæstiréttur gerir. Málflutningur hefur þegar farið fram í því máli og dóms er að vænta í því snemma á nýju ári. Nokkrum dögum fyrir það er dóms að vænta í öðru máli á hendur Landsbankanum, sem varðar svipaðan samning og dæmt var um í máli Íslandsbanka. Ætla ekki með málið til Strassborgar Kemur til greina að fara lengra með málið, til Mannréttindadómstóls Evrópu? „Ekki þetta mál. Það, eins og ég segi, þessi lög eru fallin úr gildi. Það eru ný lög þar sem er ríkari réttur lántaka. Og þar af leiðandi held ég að það sé ekki þörf á að fara með þetta mál lengra,“ segir Breki að lokum.“
Vaxtamálið Lánamál Neytendur Dómsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Tengdar fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. 9. desember 2025 15:04 Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. 29. október 2025 16:40 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. 9. desember 2025 15:04
Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. 29. október 2025 16:40