Segir Stím ekkert leynifélag 29. nóvember 2008 15:25 Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stíms sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna umfjöllunar um félagið og hann. Hann segir félagið ekki leynifélag, og að afar frjálslega hafi verið farið með staðreyndir í umfjöllun um félagið og persónu sína. Hann sjái sig því knúinn til að upplýsa um eignaraðild sína og aðkomu að félaginu, og hafi fengið leyfi annarra hluthafa til að birta hluthafalista þess. Jakob á 7,5 prósenta hlut í félaginu, sem hann segist hafa greitt fyrir með reiðufé. Stærsti hluthafinn, með 32,5 % hluta er hinsvegar félag stofnað af gamla Glitni. Aðrir hluthafar eru Gunnar Torfason, SPV fjárfesting, BLÓ ehf félag Óskars Eyjólfssonar, Ofjarl ehf félag Jakobs og Ástmars Ingvarssonar, viðskiptavinir Saga Capital, Saga Capital fjárfestingarbanki, Ástmar Ingvarsson og Flosi Jakob Valgeirsson. Anges Bragadóttir blaðamaður fullyrti í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á dögunum að eigendur Stíms séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði til þess að halda uppi gengi bréfa félagsins, sem hefði verið í frjálsu falli. Jakob vísar því á bug að hann hafi fengið greitt fyrir að ljá félaginu nafn sitt. Hann segir það vonbrigði að bankaleynd hafi verið brotin í þessu máli, það hljóti að vera öllum þeim sem stunda fjárfestingar og viðskipti hjá bankastofnunum mikið áhyggjuefni. Jakob segir að við stofnun Stíms hafi félagið keypt 3,8 prósenta hlut í FL Group og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir samtals um 24,8 milljarða króna. Félagið hafi fengið 19,6 milljarða króna lán hjá Glitni fyrir kaupunum með tryggingu í bréfunum. Bréf í félögunum höfðu lækkað mikið, og batt Jakob vonir við að þau myndu hækka umtalsvert á næstu tólf mánuðum. Það gekk ekki eftir, og segir Jakob að hann hafi tapað öllu því hlutafé sem hann lagði inn í Stím. Stím málið Tengdar fréttir Stofnuðu leynifélag til að kaupa hlutabréf í FL Group Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. 23. nóvember 2008 12:26 Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53 Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Enginn kannst við leynifélagið Stím Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. 23. nóvember 2008 19:15 Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. 20. nóvember 2008 10:57 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stíms sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna umfjöllunar um félagið og hann. Hann segir félagið ekki leynifélag, og að afar frjálslega hafi verið farið með staðreyndir í umfjöllun um félagið og persónu sína. Hann sjái sig því knúinn til að upplýsa um eignaraðild sína og aðkomu að félaginu, og hafi fengið leyfi annarra hluthafa til að birta hluthafalista þess. Jakob á 7,5 prósenta hlut í félaginu, sem hann segist hafa greitt fyrir með reiðufé. Stærsti hluthafinn, með 32,5 % hluta er hinsvegar félag stofnað af gamla Glitni. Aðrir hluthafar eru Gunnar Torfason, SPV fjárfesting, BLÓ ehf félag Óskars Eyjólfssonar, Ofjarl ehf félag Jakobs og Ástmars Ingvarssonar, viðskiptavinir Saga Capital, Saga Capital fjárfestingarbanki, Ástmar Ingvarsson og Flosi Jakob Valgeirsson. Anges Bragadóttir blaðamaður fullyrti í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á dögunum að eigendur Stíms séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði til þess að halda uppi gengi bréfa félagsins, sem hefði verið í frjálsu falli. Jakob vísar því á bug að hann hafi fengið greitt fyrir að ljá félaginu nafn sitt. Hann segir það vonbrigði að bankaleynd hafi verið brotin í þessu máli, það hljóti að vera öllum þeim sem stunda fjárfestingar og viðskipti hjá bankastofnunum mikið áhyggjuefni. Jakob segir að við stofnun Stíms hafi félagið keypt 3,8 prósenta hlut í FL Group og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir samtals um 24,8 milljarða króna. Félagið hafi fengið 19,6 milljarða króna lán hjá Glitni fyrir kaupunum með tryggingu í bréfunum. Bréf í félögunum höfðu lækkað mikið, og batt Jakob vonir við að þau myndu hækka umtalsvert á næstu tólf mánuðum. Það gekk ekki eftir, og segir Jakob að hann hafi tapað öllu því hlutafé sem hann lagði inn í Stím.
Stím málið Tengdar fréttir Stofnuðu leynifélag til að kaupa hlutabréf í FL Group Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. 23. nóvember 2008 12:26 Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53 Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Enginn kannst við leynifélagið Stím Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. 23. nóvember 2008 19:15 Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. 20. nóvember 2008 10:57 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Stofnuðu leynifélag til að kaupa hlutabréf í FL Group Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. 23. nóvember 2008 12:26
Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53
Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52
Enginn kannst við leynifélagið Stím Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. 23. nóvember 2008 19:15
Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. 20. nóvember 2008 10:57