Manchester City, og Portsmouth unnu sína leiki í fyrri viðureignum liðanna í fyrstu umferð UEFA-bikarkeppninnar.
Jo skoraði tvívegis er City vann kýpverska liðið Omonia Nocosia, 2-1. City fór reyndar illa með færin sín í fyrri hálfleik og Jo klúðraði meðal annars færi fyrir opnu marki og skaut í stöng, eins og reyndar Stephen Ireland gerði einnig.
Klodian Duro kom Kýpverjunum yfir með marki úr aukaspyrnu eftir hálftímaleik.
Lassana Diarra og Jermain Defoe skoruðu svo mörk Portsmouth í 2-0 sigri liðsins á Guimaraes frá Portúgal. Hermann Hreiðarsson kom inn á sem varamaður í uppbótartíma.
Everton og Standard Liege eigast nú við.