Kjöraðstæður fyrir spillingu 7. desember 2008 14:18 Jón Steinsson lektor við Columbia háskólann í Bandaríkjunum. Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum segir engin lög í gildi hér á landi sem komi í veg fyrir að sami aðili sitji beggja vegna borðsins og steli af öðrum hluthöfum. Hann segir Lífeyrissjóðina ekki hafa gætt hagsmuna félaga sinna og það sé mikill áfellisdómur yfir þeim. Jón var gestur í Silfir Egils fyrr í dag. „Í grunninn eru þetta bara viðskipti þar sem annar aðilinn á heilt fyrirtæki eða einkahlutafélag. Hann er síðan í stjórn almenningshlutafélags og lætur viðskipti eiga sér stað á milli þessara tveggja fyrirtækja. Hann er hinsvegar báðum megin við borðið og selur fyrirtæki B hlut á yfirverði, sem þýðir að þessi aðili er að hagnast á kostnað annarra hluthafa," sagði Jón sem skrifað hefur greinar um þessi mál undanfarið. Hann sagðist telja að viðskipti með þessum hætti væru mikil hér á landi og verstu dæmin væru þegar þekkt. Í því sambandi nefndi hann Sterling, 10/11, Kaldbak og nýjasta dæmið væri Stím. Hann segir að því miður séu engin lög hér á landi sem komi í veg fyrir viðskipti með þessum hætti og kristallist það í 10/11 málinu sem var vísað frá dómi sem eðlilegum viðskiptum. „Þar kemur það skýrt fram að á Íslandi í dag eru ekki til lög sem koma í veg fyrir það að aðili getur setið báðum megin við borðið og stolið af smáum hluthöfum." Jón sagði Lífeyrissjóðina hafa tapað gríðarlegu fé í þessu samhengi og þeir hefðu brugðist sjóðsfélögum sínum með því að gæta ekki hagsmuna þeirra. Á sama tíma hafi þessir menn verið úti að borða og á fótboltavöllum með þeim aðilum sem áttu að tryggja að þessi viðskipti væru í lagi. Hann sagði alveg ljóst að nú þyrfti að setja strangari og skýrari lög um að það megi ekki stela. „Í löndum þar sem er gott regluverk varðandi þetta, eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi, eru menn leiddir út í handjárnum sem gera svona." Jón sem verið hefur meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í yfirstandinu erfiðleikum segir að í bankakerfinu í dag séu skuldir og eignir upp á þrjú þúsund miljarða sem ríkið sé nú búið að ábyrgjast. „Skuldirnar munu ekki rýrna en hættan er sú að eignirnar muni rýrna. Ég hef áhyggjur af því að eftir 2-3 ár komi í ljós að eignir bankanna hafi rýrnað um segjum 20% sem eru 600 milljarðar," sagði Jón. Hans áhyggjur snúast einnig að því að á þessum tíma muni sömu aðilar vera búnir að eignast eignirnar aftur. Það sé eitthvað sem megi ekki gerast. „Þeir eru í kjöraðstöðu til þess vegna þess að þeir þekkja fyrirtækin og vita hvernig á að búa til samninga sem hljóma vel fyrir ríkið en eru svo eitthvað allt annað." Hann segir að ekki sé næg þekking inni í bönkunum til þess að koma í veg fyrir að svona fari. Nú séu uppi kjöraðstæður fyrir látalæti sem þessi. „Kjöraðstæður fyrir spillingu." Stím málið Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Sjá meira
Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum segir engin lög í gildi hér á landi sem komi í veg fyrir að sami aðili sitji beggja vegna borðsins og steli af öðrum hluthöfum. Hann segir Lífeyrissjóðina ekki hafa gætt hagsmuna félaga sinna og það sé mikill áfellisdómur yfir þeim. Jón var gestur í Silfir Egils fyrr í dag. „Í grunninn eru þetta bara viðskipti þar sem annar aðilinn á heilt fyrirtæki eða einkahlutafélag. Hann er síðan í stjórn almenningshlutafélags og lætur viðskipti eiga sér stað á milli þessara tveggja fyrirtækja. Hann er hinsvegar báðum megin við borðið og selur fyrirtæki B hlut á yfirverði, sem þýðir að þessi aðili er að hagnast á kostnað annarra hluthafa," sagði Jón sem skrifað hefur greinar um þessi mál undanfarið. Hann sagðist telja að viðskipti með þessum hætti væru mikil hér á landi og verstu dæmin væru þegar þekkt. Í því sambandi nefndi hann Sterling, 10/11, Kaldbak og nýjasta dæmið væri Stím. Hann segir að því miður séu engin lög hér á landi sem komi í veg fyrir viðskipti með þessum hætti og kristallist það í 10/11 málinu sem var vísað frá dómi sem eðlilegum viðskiptum. „Þar kemur það skýrt fram að á Íslandi í dag eru ekki til lög sem koma í veg fyrir það að aðili getur setið báðum megin við borðið og stolið af smáum hluthöfum." Jón sagði Lífeyrissjóðina hafa tapað gríðarlegu fé í þessu samhengi og þeir hefðu brugðist sjóðsfélögum sínum með því að gæta ekki hagsmuna þeirra. Á sama tíma hafi þessir menn verið úti að borða og á fótboltavöllum með þeim aðilum sem áttu að tryggja að þessi viðskipti væru í lagi. Hann sagði alveg ljóst að nú þyrfti að setja strangari og skýrari lög um að það megi ekki stela. „Í löndum þar sem er gott regluverk varðandi þetta, eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi, eru menn leiddir út í handjárnum sem gera svona." Jón sem verið hefur meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í yfirstandinu erfiðleikum segir að í bankakerfinu í dag séu skuldir og eignir upp á þrjú þúsund miljarða sem ríkið sé nú búið að ábyrgjast. „Skuldirnar munu ekki rýrna en hættan er sú að eignirnar muni rýrna. Ég hef áhyggjur af því að eftir 2-3 ár komi í ljós að eignir bankanna hafi rýrnað um segjum 20% sem eru 600 milljarðar," sagði Jón. Hans áhyggjur snúast einnig að því að á þessum tíma muni sömu aðilar vera búnir að eignast eignirnar aftur. Það sé eitthvað sem megi ekki gerast. „Þeir eru í kjöraðstöðu til þess vegna þess að þeir þekkja fyrirtækin og vita hvernig á að búa til samninga sem hljóma vel fyrir ríkið en eru svo eitthvað allt annað." Hann segir að ekki sé næg þekking inni í bönkunum til þess að koma í veg fyrir að svona fari. Nú séu uppi kjöraðstæður fyrir látalæti sem þessi. „Kjöraðstæður fyrir spillingu."
Stím málið Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Sjá meira