Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. október 2025 16:03 Þuríður Björg hefur hvergi starfað annars staðar en hjá Nova frá því að hún náði átján ára aldri. Nova Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri markaðssóknar hjá Nova, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hún byrjaði 18 ára í þjónustuveri félagsins þegar það var stofnað og hefur setið í framkvæmdastjórn frá árinu 2017. Í tilkynningu Nova þess efnis til Kauphallar segir að Þuríður láti af störfum um næstu mánaðarmót en muni áfram veita félaginu ráðgjöf og styðja við yfirstandandi verkefni. Þuríður sé með B.Sc. í Rekstrarverkfræði og sé stjórnendamarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hafi hafið störf 18 ára gömul í þjónustuveri Nova, við stofnun félagsins, og hafi síðan sinnt margvíslegum verkefnum, meðal annars sem sölu- og þjónustustjóri, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, framkvæmdastjóri upplifunar og síðast sem framkvæmdastjóri markaðssóknar. Þuríður hafi setið í stjórn Lyfju á árunum 2018 til 2024 og sitji nú í stjórn Vís trygginga. Tímabært að flytja að heiman Í tilkynningunni er haft eftir Þuríði að hún sé ótrúlega stolt af árangrinum sem starfsfólk Nova hafi náð saman og því sem það hafi byggt upp. Það hafi alltaf haft óbilandi trú á því að hægt sé að gera hlutina öðruvísi, skemmtilegri og betur. „Það hefur verið lykillinn að okkar árangri og ég er mjög spennt fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér – bæði fyrir mig og fyrir Nova. Það hefur verið algjörlega einstakt að fá að vera í hópi Nova dansaranna, að tilheyra stærsta skemmtistað í heimi allan þennan tíma, ástríðufullum hópi sem brennur fyrir árangri og gefst aldrei upp. Núna er réttur tími fyrir mig að flytja að heiman og stíga inn í nýjar áskoranir. Ég held áfram að hvetja Nova af hliðarlínunni og fylgjast með félaginu vaxa áfram, dafna og vinna stóra sigra í góðum höndum.“ Nýr kafli í sögu Nova „Það er alltaf eftirsjá að frábæru fólki en Þuríður skilur eftir sig mikið og mikilvægt starf sem við búum að. Hún hefur verið lykilmanneskja í því að móta, hlúa að og auka viðskiptaánægju meðal viðskiptavina Nova með frábærum árangri. Nú þegar við hefjum nýjan kafla í sögu Nova og stígum næstu skref inn í framtíðina byggjum við á þeim góða grunni sem hefur gert Nova að því magnaða fyrirtæki sem það er í dag. Við óskum Þuríði alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með henni takast á við næstu verkefni,“ er haft eftir Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, forstjóra Nova. Nova Vistaskipti Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í tilkynningu Nova þess efnis til Kauphallar segir að Þuríður láti af störfum um næstu mánaðarmót en muni áfram veita félaginu ráðgjöf og styðja við yfirstandandi verkefni. Þuríður sé með B.Sc. í Rekstrarverkfræði og sé stjórnendamarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hafi hafið störf 18 ára gömul í þjónustuveri Nova, við stofnun félagsins, og hafi síðan sinnt margvíslegum verkefnum, meðal annars sem sölu- og þjónustustjóri, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, framkvæmdastjóri upplifunar og síðast sem framkvæmdastjóri markaðssóknar. Þuríður hafi setið í stjórn Lyfju á árunum 2018 til 2024 og sitji nú í stjórn Vís trygginga. Tímabært að flytja að heiman Í tilkynningunni er haft eftir Þuríði að hún sé ótrúlega stolt af árangrinum sem starfsfólk Nova hafi náð saman og því sem það hafi byggt upp. Það hafi alltaf haft óbilandi trú á því að hægt sé að gera hlutina öðruvísi, skemmtilegri og betur. „Það hefur verið lykillinn að okkar árangri og ég er mjög spennt fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér – bæði fyrir mig og fyrir Nova. Það hefur verið algjörlega einstakt að fá að vera í hópi Nova dansaranna, að tilheyra stærsta skemmtistað í heimi allan þennan tíma, ástríðufullum hópi sem brennur fyrir árangri og gefst aldrei upp. Núna er réttur tími fyrir mig að flytja að heiman og stíga inn í nýjar áskoranir. Ég held áfram að hvetja Nova af hliðarlínunni og fylgjast með félaginu vaxa áfram, dafna og vinna stóra sigra í góðum höndum.“ Nýr kafli í sögu Nova „Það er alltaf eftirsjá að frábæru fólki en Þuríður skilur eftir sig mikið og mikilvægt starf sem við búum að. Hún hefur verið lykilmanneskja í því að móta, hlúa að og auka viðskiptaánægju meðal viðskiptavina Nova með frábærum árangri. Nú þegar við hefjum nýjan kafla í sögu Nova og stígum næstu skref inn í framtíðina byggjum við á þeim góða grunni sem hefur gert Nova að því magnaða fyrirtæki sem það er í dag. Við óskum Þuríði alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með henni takast á við næstu verkefni,“ er haft eftir Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, forstjóra Nova.
Nova Vistaskipti Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira