Handbolti

Ísland mætir Frakklandi eða Póllandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nikola Karabatic - bíður hann okkar Íslendinga?
Nikola Karabatic - bíður hann okkar Íslendinga? Nordic Photos / AFP

Nú er ljóst að Ísland verður í þrijða sæti B-riðils handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking sem þýðir að liðið mætir annað hvort Frakklandi eða Póllandi í fjórðungsúrslitunum.

Aðeins einn leikur er eftir í riðlakeppninni en það er viðureign Frakka og Pólverja í A-riðli. Sem stendur eru Frakkar í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga en Pólverjar eru í því öðru með sex stig.

Vinni Pólverjar lið Frakka verða þeir í efsta sæti riðilsins með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna. Frakkar verða þá í öðru sæti og mæta Íslendingum í fjórðungsúrslitunum.

Skilji liðin jöfn verða Frakkar í efsta sæti með níu stig og Pólverjar í því öðru með sjö. Ísland mætir Póllandi samkvæmt því.

Ef Frakkland vinnur verða þeir vitanlega efstir í riðlinum með tíu stig.

En þá er komin upp sú staða að Pólland, Spánn og Króatía verða öll með sex stig. Pólland er með besta árangurinn í innbyrðisviðureignum liðanna og taka því annað sætið í riðlinum. Þá mætir Ísland liði Pólverja.

Hvort sem Ísland mætir Frakklandi eða Póllandi fer leikurinn fram á fimmtudagsmorgun klukkan 06.15.

Það er ljóst að Spánn mætir Danmörku í fjórðungsúrslitum og Króatía mætir Suður-Kóreu. Skipta úrslit leiksins á eftir engu máli um það.

Hér má líta möguleikana í fjórðungsúrslitunum miðað við úrslit í leik Póllands og Frakklands á eftir.

Frakkland vinnur Pólland eða liðin gera jafntefli

Frakkland - Rússland

Pólland - Ísland

Spánn - Danmörk

Króatía - S-Kórea

Ef Ísland kemst áfram í fjórðungsúrslit mætir það sigurvegaranum í leik Króatíu og Suður-Kóreu.

Pólland vinnur Frakkland

Pólland - Rússland

Frakkland - Ísland

Spánn - Danmörk

Króatía - S-Kórea

Ef Ísland kemst áfram í fjórðungsúrslit mætir það sigurvegaranum í leik Króatíu og Suður-Kóreu.

Staðan í A-riðli ef Frakkland vinnur Pólland

1. Frakkland 10 stig

2. Pólland 6 stig (*)

3. Spánn 6 stig (**)

4. Króatía 6 stig

5. Brasilía 2 stig

6. Kína 0 stig

* Pólland, Spánn og Króatía eru öll með tvö stig í innbyrðisviðureignum. Pólland er með besta markahlutfallið, +2.

** Spánn og Króatía eru bæði með -1 í markatölu en Spánn skoraði fleiri mörk, 59 gegn 55 frá Króatíu.

Úrslit í innbyrðisviðureignum:

Pólland - Spánn 29-30

Pólland - Króatía 27-24

Spánn - Króatía 29-31








Fleiri fréttir

Sjá meira


×