Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 08:32 Unga sundfólkið okkar er að gera frábæra hluti á Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug og það lítur út fyrir að Ísland verði með flottan hóp á HM og NM í desember. Sundsamband Íslands Metin héldu áfram að falla í Ásvallalaug í Hafnarfirði á öðrum degi Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug. Mikið af flottum sundum og góðar bætingar hjá sundfólkinu sem greinilega er í miklum ham um helgina. Nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós í undanrásum þegar sveit SH synti 4x50 metra fjórsund á tímanum 1:45,60 mín. og bættu tveggja ára gamalt met sitt. Sveitina skipuðu þau Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Guðmundur Leó Rafnsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50 metra baksundi þegar hann synti á 24,99 sek. en fyrra metið átti Kristinn Þórarinsson frá 2014 sem var 25,18 sek. Í 200 metra skriðsundi setti Vala Dís Cicero úr Sundfélagi Hafnarfjarðar nýtt unglingamet þegar hún bætti sextán ára gamalt met Sigrúnar Brár Sverrisdóttur og synti á tímanum 1:58,63 mín. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness syntu báðir undir lágmarki á HM í 50 metra bringusundi og mun Snorri Dagur synda það sund í Búdapest eftir að hafa sigrað greinina í dag. Boðsundin voru æsispennandi í þessum kvöldhluta og mikil barátta fram á síðustu metrana. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í 4x 100 metra skriðsundi karla á nýju Íslandsmeti, 3:17,84 mín. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Ýmir Chatenay Sölvason, Símon Elías Statkevicius og Veigar Hrafn Sigþórsson. Fyrra metið átti sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar frá 2016 sem var 3:22,49 min. en til gamans má geta að sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar synti einnig undir gamla metinu í dag á tímanum 3:22,14 mín. Birnir Freyr Hálfdánarson gerði sér einnig lítið fyrir í fyrsta sprettinum í boðsundinu, synti 100 metra skriðsund á 49,37 sek. Hann sló þar 26 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar frá 1998 sem var 49,71 sek. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði einnig í 4x100 metra skriðsundi kvenna á nýju Íslandsmeti, 3:45,58 mín. Sveitina skipuðu þær Jóhann Elín Guðmundsdóttir, Katja Lilja Andriyusdóttir, Nadja Djurovic og Vala Dís Cicero. Gamla metið átti Sundfélag Hafnarfjarðar frá því í fyrra, 3:47,89 mín. Nú hafa átta sundmenn tryggt þátttöku sína á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í desember og tólf sundmenn sem hafa náð lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Danmörku einnig í desember. Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós í undanrásum þegar sveit SH synti 4x50 metra fjórsund á tímanum 1:45,60 mín. og bættu tveggja ára gamalt met sitt. Sveitina skipuðu þau Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Guðmundur Leó Rafnsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50 metra baksundi þegar hann synti á 24,99 sek. en fyrra metið átti Kristinn Þórarinsson frá 2014 sem var 25,18 sek. Í 200 metra skriðsundi setti Vala Dís Cicero úr Sundfélagi Hafnarfjarðar nýtt unglingamet þegar hún bætti sextán ára gamalt met Sigrúnar Brár Sverrisdóttur og synti á tímanum 1:58,63 mín. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness syntu báðir undir lágmarki á HM í 50 metra bringusundi og mun Snorri Dagur synda það sund í Búdapest eftir að hafa sigrað greinina í dag. Boðsundin voru æsispennandi í þessum kvöldhluta og mikil barátta fram á síðustu metrana. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í 4x 100 metra skriðsundi karla á nýju Íslandsmeti, 3:17,84 mín. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Ýmir Chatenay Sölvason, Símon Elías Statkevicius og Veigar Hrafn Sigþórsson. Fyrra metið átti sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar frá 2016 sem var 3:22,49 min. en til gamans má geta að sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar synti einnig undir gamla metinu í dag á tímanum 3:22,14 mín. Birnir Freyr Hálfdánarson gerði sér einnig lítið fyrir í fyrsta sprettinum í boðsundinu, synti 100 metra skriðsund á 49,37 sek. Hann sló þar 26 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar frá 1998 sem var 49,71 sek. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði einnig í 4x100 metra skriðsundi kvenna á nýju Íslandsmeti, 3:45,58 mín. Sveitina skipuðu þær Jóhann Elín Guðmundsdóttir, Katja Lilja Andriyusdóttir, Nadja Djurovic og Vala Dís Cicero. Gamla metið átti Sundfélag Hafnarfjarðar frá því í fyrra, 3:47,89 mín. Nú hafa átta sundmenn tryggt þátttöku sína á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í desember og tólf sundmenn sem hafa náð lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Danmörku einnig í desember. Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson
Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson
Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn