Íslenska karlalandsliðið í tennis vann í gær til gullverðlauna í Evrópu- og Afríkuriðli 4. deildar Davis Cup-keppninnar.
Ísland vann Rúanda í gær, 3-0, og þar með allar viðureignir sínar í keppninni. Raj Bonifacius og Arnar Sigurðsson unnu auðvelda sigra í einliðaleik en þeir Andri Jónsson og Magnús Gunnarsson unnu andstæðinga sína í tvílíðaleik eftir mikla maraþonviðureign. Niðurstaðan var 6-7, 7-6 og 7-6.
Namibía varð í öðru sæti í keppninni eftir 2-1 sigur á San Marinó í gær sem varð í þriðja sæti. Rúanda lauk keppni í fjórða sæti.
Ísland keppir því í 3. deild Davis Cup-keppninnar árið 2009.