Nú er hægt að nálgast miða á landsleik Íslendinga og Dana í körfubolta sem fram fer í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 10. september.
Þar gefst íslenskum íþróttaáhugamönnum tækifæri til að sjá frábæran tvíhöfða, því leikurinn hefst strax á eftir leik Íslendinga og Skota í undankeppni HM í knattspyrnu.
Körfuboltaleikurinn hefst klukkan 20:45 og eins og flestir vita verður stutt fyrir áhorfendur að skokka af Laugardalsvellinum og yfir í Höllina. Hægt er að nálgast aðgöngumiða á miði.is.
Næsta verkefni íslenska körfuboltalandsliðsins verður svo leikur við Svartfellinga viku síðar, eða 17. september klukkan 19:15.