Mexíkóinn Antonio Margarito varð í gær heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum. Margarito vann heimsmeistarann Miguel Cotto frá Púerto Rico í bardaga í Las Vegas.
Dómarinn stöðvaði bardagann í elleftu lotu en þetta var fyrsti ósigur Cotto sem hafði unnið 32 bardaga.