Spennan magnast 23. apríl 2008 00:01 Maður verður eitthvað svo hrikalega svartsýnn að umgangast íslenska fjárfesta þessa dagana; óðaverðbólga, útlánastopp, gjaldþrot og ákall um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru frasar sem maður var eiginlega bara búinn að gleyma. Sjálfur er maður auðvitað orðinn svo international að smávegis lægð á heimamarkaði slær mann ekki út af laginu. Ég er að byggja í Skotlandi og þar vildu bankarnir allt fyrir mig gera, en bankastjórinn minn hér á Íslandi svarar ekki einu sinni skilaboðum þótt ég sé með pottþétt keis í höndunum. Ég heyrði á barnum um daginn að amma hans fengi ekki einu sinni bankalán þessa dagana. Það er allt stopp. Ég kíkti á ársfund Samtakanna á föstudaginn og þar voru Bjöggi og Kjartan í góðu formi, mér sýndist þeir útsofnir og slakir. En svo voru þarna einhverjir úr byggingabransanum sem töluðu bara um Evrópu og supu hveljur yfir því að forsætisráðherrann hefði ekki komið með einhver útspil á fundinum. Bara einhver útspil, sögðu þeir nánast óðamála. Sjálfur er ég spenntastur yfir uppgjörunum sem eru væntanleg á næstunni, mér heyrist að bankarnir komi betur út en margir óttuðust – kannski að krónan gamla spili þar einhverja rullu. Og svo eru það blessuð matsfyrirtækin. Hver er eiginlega alltaf að spyrja þau álits? Ég man þegar Bjarni Ármanns var svo stoltur yfir því að Standard og Poor‘s hefðu metið Glitni, en nú er það bara bölvað vesen og Glitnir er nú barinn oftar í hausinn en hinir bankarnir! Fitch á leiðinni, örugglega með sama svartagallsrausið, og Moody‘s búinn að fara í svo marga hringi að enginn tekur lengur almennilegt mark á honum. Félagi minn hringdi alveg óður í gær frá Danmörku. Hann sagði að þar hefði allt verið að róast yfir vondum fréttum frá Íslandi þegar Eiríkur seðlabankastjóri hefði ákveðið að spjalla um daginn og veginn við Börsen með þeim afleiðingum að allir fóru á taugum! Solla var búin að segja öllum að ríkið myndi bakka upp bankana, en Eiríkur sagði að Seðlabankinn myndi varla ráða við alvöru fjármálakreppu. Ég sé að núna er Eiríkur á yfirtíð að bera þetta til baka hér heima; segist hafa verið að tala í viðtengingarhætti. Halló! Á þetta að róa markaðinn? Mér finnst sjálfum Eiríkur miklu betri á íslensku en dönsku. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Maður verður eitthvað svo hrikalega svartsýnn að umgangast íslenska fjárfesta þessa dagana; óðaverðbólga, útlánastopp, gjaldþrot og ákall um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru frasar sem maður var eiginlega bara búinn að gleyma. Sjálfur er maður auðvitað orðinn svo international að smávegis lægð á heimamarkaði slær mann ekki út af laginu. Ég er að byggja í Skotlandi og þar vildu bankarnir allt fyrir mig gera, en bankastjórinn minn hér á Íslandi svarar ekki einu sinni skilaboðum þótt ég sé með pottþétt keis í höndunum. Ég heyrði á barnum um daginn að amma hans fengi ekki einu sinni bankalán þessa dagana. Það er allt stopp. Ég kíkti á ársfund Samtakanna á föstudaginn og þar voru Bjöggi og Kjartan í góðu formi, mér sýndist þeir útsofnir og slakir. En svo voru þarna einhverjir úr byggingabransanum sem töluðu bara um Evrópu og supu hveljur yfir því að forsætisráðherrann hefði ekki komið með einhver útspil á fundinum. Bara einhver útspil, sögðu þeir nánast óðamála. Sjálfur er ég spenntastur yfir uppgjörunum sem eru væntanleg á næstunni, mér heyrist að bankarnir komi betur út en margir óttuðust – kannski að krónan gamla spili þar einhverja rullu. Og svo eru það blessuð matsfyrirtækin. Hver er eiginlega alltaf að spyrja þau álits? Ég man þegar Bjarni Ármanns var svo stoltur yfir því að Standard og Poor‘s hefðu metið Glitni, en nú er það bara bölvað vesen og Glitnir er nú barinn oftar í hausinn en hinir bankarnir! Fitch á leiðinni, örugglega með sama svartagallsrausið, og Moody‘s búinn að fara í svo marga hringi að enginn tekur lengur almennilegt mark á honum. Félagi minn hringdi alveg óður í gær frá Danmörku. Hann sagði að þar hefði allt verið að róast yfir vondum fréttum frá Íslandi þegar Eiríkur seðlabankastjóri hefði ákveðið að spjalla um daginn og veginn við Börsen með þeim afleiðingum að allir fóru á taugum! Solla var búin að segja öllum að ríkið myndi bakka upp bankana, en Eiríkur sagði að Seðlabankinn myndi varla ráða við alvöru fjármálakreppu. Ég sé að núna er Eiríkur á yfirtíð að bera þetta til baka hér heima; segist hafa verið að tala í viðtengingarhætti. Halló! Á þetta að róa markaðinn? Mér finnst sjálfum Eiríkur miklu betri á íslensku en dönsku. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira