Sjálfbær jöfnuður Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. október 2008 06:00 Það er skrýtið að vera Íslendingur þessa dagana. Í ágúst vorum við talin sjötta ríkasta þjóð í heimi. Þegar þetta er skrifað horfum við fram á að íslenska ríkið verði hugsanlega að taka 500 milljarða lán til að greiða fyrir bankaævintýri Landsbankans í Bretlandi. Og aðra 500 milljarða til að koma gjaldeyrisviðskiptum í gang. Eitt þúsund milljarðar fyrir okkur að borga með vöxtum og vaxtavöxtum. Og ekki aðeins okkur heldur börnin okkar og barnabörnin sem eru rétt að byrja lífið og tilveruna og við viljum öll að geti átt bjarta framtíð. Dökkir tímar framundanÞað er myrkt yfir Íslandi núna. En þegar ástandið er svart skiptir máli að sjá týruna í myrkrinu og reyna að glæða það ljós. Og hver er sú týra? Vissulega höfum við horft á fjármálakerfið hrynja á tveimur vikum og við vitum að það hefur slæmar afleiðingar. Fjöldi fólks hefur tapað stórfé í sjóðum bankanna - fólk sem lagði fyrir sinn fimm þúsund kall á mánuði og ætlaði sér að eiga smá sjóð fyrir sumarið eða til að stækka við sig eða fyrir ellina. Þessir sjóðir voru ranglega kynntir sem örugg sparnaðarleið. Fjöldi fólks hefur misst vinnuna. Meirihluti allra íslenskra arkitekta missti vinnuna í vikunni. Þúsund manns kunna að missa vinnuna í bönkunum. Atvinnuleysi kann að verða meira en við höfum þekkt. Og fólk er reitt enda verður ekki betur séð en að ýmsir eigendur bankanna séu stungnir af með seðlavöndlana í vasanum. Á sama tíma sér íslenskur almenningur fram á að borga fyrir öll ævintýrin næstu öldina, ævintýri sem margir tóku engan þátt í. Enn er allsendis óvíst hvort hægt verður að leggja hald á eitthvað af þessum eignum eða halda þeim eftir hér á landi. Fólk er líka reitt af því að ýmsir höfðu haft uppi varnaðarorð en á þau var ekki hlustað. Bankakerfið var orðið meira en tífalt stærra en þjóðarbúið og ljóst að bankarnir hefðu þurft að flytja hluta starfsemi sinnar til útlanda miðað við núverandi gjaldeyrisvaraforða. Stjórnvöld hlustuðu ekki á varnaðarorð með dýrkeyptum afleiðingum. Margt ungt fólk hefur haft samband við mig í vikunni og lýst vonleysi og sér fátt annað í stöðunni en að flytja af landi brott. Ljósið í myrkrinuEn það er týra. Vissulega verður næsta ár erfitt og jafnvel lengri tími. En við getum líka lært af þessum hremmingum. Við getum lært af fordæmi Norðmanna og Svía sem lentu í bankakreppu í byrjun tíunda áratugarins og endurskoðuðu allt fjármálakerfi sitt. Þar á ríkið hlut í öllum stærri bönkum til að geta haft áhrif á þróun mála. Við getum endurskoðað lög um Seðlabankann og tryggt faglegar ráðningar stjórnenda á þeim bæ í staðinn fyrir að ráða gamla stjórnmálamenn. Við getum gert Fjármálaeftirlitið skilvirkara og styrkt lagarammann um fjármálaumhverfið. Við getum líka gert pólitískar breytingar. Við getum kosið öðruvísi í næstu kosningum og tryggt breytingar ef við viljum. Við getum líka velt því fyrir okkur hvað okkur finnst gera tilveruna góða. Er tilveran góð ef maður á flatskjá og Range Rover? Eru það lífsgæði að drekka dýrasta koníakið og ganga í Prada-skóm? Gerir það lífið gott að græða sem mest? Á valdatíma Reagans í Bandaríkjunum og Thatcher í Bretlandi festi sú hugmynd sig í sessi að græðgi væri af hinu góða. Þessi sama hugmyndafræði seytlaði inn í íslenskt samfélag á tíunda áratugnum og skyndilega var það orðið gott og gilt að forstjórar fengju hundruð milljóna fyrir meintan árangur og vísað var í mikla ábyrgð þeirra. Á sama tíma fengu leikskólastarfsmenn engar árangurstengdar greiðslur þó að óneitanlega væri ábyrgð þeirra mikil. Eða framhaldsskólakennarar. Hvað þá sjúkraliðar eða skúringafólk. Að eiga nóg er nógSjálfstæðisflokkurinn hefur verið lengi við völd í þessu landi. Í stjórnartíð hans síðastliðin 17 ár - ásamt Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu - hefur bilið milli hinna lægst launuðu og hæst launuðu stóraukist. Um það hefur hins vegar helst ekki mátt tala því um gróðann hefur ekki mátt efast. En ég leyfi mér að efast. Gróði er ekki góður í sjálfu sér og sama má segja um hagvöxt. Sá hagvöxtur sem hér hefur verið hefur að miklu leyti byggst á neyslu sem hefur verið fjármögnuð með lánum. Slíkur hagvöxtur byggist ekki á verðmætasköpun og hefur reynst hverfull. Þegar ég var lítil, fyrir tuttugu og fimm árum eða svo, átti ég eitt par af vetrarskóm og þeir entust mér a.m.k. einn vetur, jafnvel tvo. Svo átti ég eina strigaskó fyrir sumarið og eina spariskó. Ansi hreint gott. Gott líf snýst ekki endilega um að eiga mikið - það snýst fremur um að hafa nóg - að ganga ekki á höfuðstólinn en rækta sinn garð þannig að hann beri ávöxt. Það á við um náttúruna, það á við um samfélagið og það á við um efnahagslífið. Þessi afstaða er stundum kölluð sjálfbær þróun. Jöfnuður í öndvegiEf við fylgjum hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og setjum jöfnuð í öndvegi eigum við Íslendingar góða möguleika á að vinna okkur út úr þrengingunum og skapa hér betra samfélag en hér ríkti fyrir hrunið mikla. Með því að endurskoða sjávarútvegsstefnu okkar, byggja upp landbúnaðinn, efla hátækni og þekkingariðnað, styrkja ferðaþjónustu og standa vörð um undirstöður samfélagsins; öflugt menntakerfi, gott heilbrigðiskerfi og félagslegt kerfi þar sem enginn dettur milli skips og bryggju, eigum við möguleika á að endurreisa atvinnulífið á nýjum grunni. Ef við lærum af nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum og endurskoðum lagaumhverfið, hefjum fagleg sjónarmið til vegs og virðingar, skiptum skammtímagróða út fyrir skynsamlega fjármálastefnu og endurskoðum peningamálastefnuna getum við lagt grunn að traustri framtíð. Umfram allt skulum við ekki detta í gamlar gryfjur og endurtaka sömu mistökin. Jöfnuður og sjálfbærni eru þau leiðarljós sem ég sé í þessari blindhríð og úr henni munum við komast. Það mun taka tíma og það veltur að miklu leyti á stjórnvöldum hversu langur tími sá verður. Ég vil ekki að skrifað verði undir lántökur upp á mörg hundruð milljarða til að greiða fyrir Icesave umfram þjóðréttarlegar skyldur okkar, því að íslenskur almenningur á ekki að borga þann reikning. Ég vil að málin verði gerð upp og fólk verði kallað til ábyrgðar. Og ég vil að við notum þessi tímamót til að feta nýja leið og skapa hér jafnaðarsamfélag í sátt við umhverfið. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skrýtið að vera Íslendingur þessa dagana. Í ágúst vorum við talin sjötta ríkasta þjóð í heimi. Þegar þetta er skrifað horfum við fram á að íslenska ríkið verði hugsanlega að taka 500 milljarða lán til að greiða fyrir bankaævintýri Landsbankans í Bretlandi. Og aðra 500 milljarða til að koma gjaldeyrisviðskiptum í gang. Eitt þúsund milljarðar fyrir okkur að borga með vöxtum og vaxtavöxtum. Og ekki aðeins okkur heldur börnin okkar og barnabörnin sem eru rétt að byrja lífið og tilveruna og við viljum öll að geti átt bjarta framtíð. Dökkir tímar framundanÞað er myrkt yfir Íslandi núna. En þegar ástandið er svart skiptir máli að sjá týruna í myrkrinu og reyna að glæða það ljós. Og hver er sú týra? Vissulega höfum við horft á fjármálakerfið hrynja á tveimur vikum og við vitum að það hefur slæmar afleiðingar. Fjöldi fólks hefur tapað stórfé í sjóðum bankanna - fólk sem lagði fyrir sinn fimm þúsund kall á mánuði og ætlaði sér að eiga smá sjóð fyrir sumarið eða til að stækka við sig eða fyrir ellina. Þessir sjóðir voru ranglega kynntir sem örugg sparnaðarleið. Fjöldi fólks hefur misst vinnuna. Meirihluti allra íslenskra arkitekta missti vinnuna í vikunni. Þúsund manns kunna að missa vinnuna í bönkunum. Atvinnuleysi kann að verða meira en við höfum þekkt. Og fólk er reitt enda verður ekki betur séð en að ýmsir eigendur bankanna séu stungnir af með seðlavöndlana í vasanum. Á sama tíma sér íslenskur almenningur fram á að borga fyrir öll ævintýrin næstu öldina, ævintýri sem margir tóku engan þátt í. Enn er allsendis óvíst hvort hægt verður að leggja hald á eitthvað af þessum eignum eða halda þeim eftir hér á landi. Fólk er líka reitt af því að ýmsir höfðu haft uppi varnaðarorð en á þau var ekki hlustað. Bankakerfið var orðið meira en tífalt stærra en þjóðarbúið og ljóst að bankarnir hefðu þurft að flytja hluta starfsemi sinnar til útlanda miðað við núverandi gjaldeyrisvaraforða. Stjórnvöld hlustuðu ekki á varnaðarorð með dýrkeyptum afleiðingum. Margt ungt fólk hefur haft samband við mig í vikunni og lýst vonleysi og sér fátt annað í stöðunni en að flytja af landi brott. Ljósið í myrkrinuEn það er týra. Vissulega verður næsta ár erfitt og jafnvel lengri tími. En við getum líka lært af þessum hremmingum. Við getum lært af fordæmi Norðmanna og Svía sem lentu í bankakreppu í byrjun tíunda áratugarins og endurskoðuðu allt fjármálakerfi sitt. Þar á ríkið hlut í öllum stærri bönkum til að geta haft áhrif á þróun mála. Við getum endurskoðað lög um Seðlabankann og tryggt faglegar ráðningar stjórnenda á þeim bæ í staðinn fyrir að ráða gamla stjórnmálamenn. Við getum gert Fjármálaeftirlitið skilvirkara og styrkt lagarammann um fjármálaumhverfið. Við getum líka gert pólitískar breytingar. Við getum kosið öðruvísi í næstu kosningum og tryggt breytingar ef við viljum. Við getum líka velt því fyrir okkur hvað okkur finnst gera tilveruna góða. Er tilveran góð ef maður á flatskjá og Range Rover? Eru það lífsgæði að drekka dýrasta koníakið og ganga í Prada-skóm? Gerir það lífið gott að græða sem mest? Á valdatíma Reagans í Bandaríkjunum og Thatcher í Bretlandi festi sú hugmynd sig í sessi að græðgi væri af hinu góða. Þessi sama hugmyndafræði seytlaði inn í íslenskt samfélag á tíunda áratugnum og skyndilega var það orðið gott og gilt að forstjórar fengju hundruð milljóna fyrir meintan árangur og vísað var í mikla ábyrgð þeirra. Á sama tíma fengu leikskólastarfsmenn engar árangurstengdar greiðslur þó að óneitanlega væri ábyrgð þeirra mikil. Eða framhaldsskólakennarar. Hvað þá sjúkraliðar eða skúringafólk. Að eiga nóg er nógSjálfstæðisflokkurinn hefur verið lengi við völd í þessu landi. Í stjórnartíð hans síðastliðin 17 ár - ásamt Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu - hefur bilið milli hinna lægst launuðu og hæst launuðu stóraukist. Um það hefur hins vegar helst ekki mátt tala því um gróðann hefur ekki mátt efast. En ég leyfi mér að efast. Gróði er ekki góður í sjálfu sér og sama má segja um hagvöxt. Sá hagvöxtur sem hér hefur verið hefur að miklu leyti byggst á neyslu sem hefur verið fjármögnuð með lánum. Slíkur hagvöxtur byggist ekki á verðmætasköpun og hefur reynst hverfull. Þegar ég var lítil, fyrir tuttugu og fimm árum eða svo, átti ég eitt par af vetrarskóm og þeir entust mér a.m.k. einn vetur, jafnvel tvo. Svo átti ég eina strigaskó fyrir sumarið og eina spariskó. Ansi hreint gott. Gott líf snýst ekki endilega um að eiga mikið - það snýst fremur um að hafa nóg - að ganga ekki á höfuðstólinn en rækta sinn garð þannig að hann beri ávöxt. Það á við um náttúruna, það á við um samfélagið og það á við um efnahagslífið. Þessi afstaða er stundum kölluð sjálfbær þróun. Jöfnuður í öndvegiEf við fylgjum hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og setjum jöfnuð í öndvegi eigum við Íslendingar góða möguleika á að vinna okkur út úr þrengingunum og skapa hér betra samfélag en hér ríkti fyrir hrunið mikla. Með því að endurskoða sjávarútvegsstefnu okkar, byggja upp landbúnaðinn, efla hátækni og þekkingariðnað, styrkja ferðaþjónustu og standa vörð um undirstöður samfélagsins; öflugt menntakerfi, gott heilbrigðiskerfi og félagslegt kerfi þar sem enginn dettur milli skips og bryggju, eigum við möguleika á að endurreisa atvinnulífið á nýjum grunni. Ef við lærum af nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum og endurskoðum lagaumhverfið, hefjum fagleg sjónarmið til vegs og virðingar, skiptum skammtímagróða út fyrir skynsamlega fjármálastefnu og endurskoðum peningamálastefnuna getum við lagt grunn að traustri framtíð. Umfram allt skulum við ekki detta í gamlar gryfjur og endurtaka sömu mistökin. Jöfnuður og sjálfbærni eru þau leiðarljós sem ég sé í þessari blindhríð og úr henni munum við komast. Það mun taka tíma og það veltur að miklu leyti á stjórnvöldum hversu langur tími sá verður. Ég vil ekki að skrifað verði undir lántökur upp á mörg hundruð milljarða til að greiða fyrir Icesave umfram þjóðréttarlegar skyldur okkar, því að íslenskur almenningur á ekki að borga þann reikning. Ég vil að málin verði gerð upp og fólk verði kallað til ábyrgðar. Og ég vil að við notum þessi tímamót til að feta nýja leið og skapa hér jafnaðarsamfélag í sátt við umhverfið. Höfundur er þingmaður VG.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun