Íslenski boltinn

Landsbankadeild kvenna hefst í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Valur tekur á móti Þór/KA í dag.
Valur tekur á móti Þór/KA í dag.

Landsbankadeild kvenna hefur göngu sína í dag þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA.

Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 17:00. Á morgun klárast svo fyrsta umferðin með fjórum leikjum.

Allir þeir leikir hefjast kl. 19:15 og eru eftirfarandi:

  • HK/Víkingur - Stjarnan
  • Fjölnir - Fylkir
  • Afturelding - Breiðablik
  • Keflavík - KR

Eins og áður sagði þá fer leikur Vals og Þór/KA fram í Egilshöllinni og leikur HK/Víkings og Stjörnunnar fer fram í Kórnum. Aðrir leikir umferðarinnar fara fram á heimvöllum félaganna en leikur Aftureldingar og Breiðabliks fer fram á gervigrasvellinum í Varmá.

Í fyrsta skiptið í sögunni eru 10 lið í efstu deild kvenna og eru leikirnir því 90 talsins. Keppnistímabilið 2006 var leikið í 8 liða deild og voru leikirnir þá 56 í efstu deild.

Samkvæmt spá forráðamanna félaganna, sem gerð var fyrir tímabilið, má búast við harðri baráttu jafnt á toppi sem og á botni. Spáin var eftirfarandi:

Landsbankadeild kvenna

  1. KR 283 stig
  2. Valur 278 stig
  3. Breiðablik 240 stig
  4. Keflavík 192 stig
  5. Stjarnan 172 stig
  6. Fylkir 134 stig
  7. Þór/KA 105 stig
  8. Afturelding 86 stig
  9. HK/Víkingur 81 stig
  10. Fjölnir 79 stig

Af vefsíðu KSÍ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×