Stjörnunni tókst í dag að minnka forskot Selfyssinga sem er í öðru sæti 1. deildar karla niður í tvö stig þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni.
Stjarnan vann 3-0 sigur á Fjarðabyggð í dag og komu öll þrjú mörk leiksins í síðari hálfleik. Þorvaldur Árnason skoraði fyrstu tvö mörkin og svo Zoran Stojanovic.
Selfoss tapaði í gær á útivelli fyrir Víkingi, Ólafsvík, 4-3. Selfoss er því enn með 40 stig í öðru sæti deildairnnar en Stjarnan er nú komið með 38 stig í því þriðja.
ÍBV er nánast öruggt með sæti í Landsbankadeildinni að ári en liðið er í efsta sæti með 46 stig og dugir einn sigur til viðbótar til að gulltryggja endurkomu sína í keppni þeirra bestu hér á landi.
Þar sem Fjarðabyggð tapaði í dag er liðið ekki endanlega sloppið við falldrauginn þó það standi ágætlega að vígi. Liðið er með 20 stig í níunda sæti deildairnnar, sex stigum á undan Njarðvík sem er í ellefta sæti og á leik til góða.
Það er mikill fallslagur framundan í 1. deildinni í dag en núna klukkan 14.00 mætast botnliðin tvö, Njarðvík og KS/Leiftur. Síðarnefnda liðið er í neðsta sæti deildairnnar með ellefu stig, þremur stigum á eftir Njarðvík.
Leiknir er svo í tíunda sæti með sautján stig. Liðið mætir KA á heimvelli klukkan 16.00 í dag. Norðanmenn sigla lygnan sjó um miðja deild og eiga hvorki möguleika að komast upp né að falla.
Úrslit:
Stjarnan - Fjarðabyggð 3-0
1-0 Þorvaldur Árnason (54.)
2-0 Þorvaldur Árnason (67.)
3-0 Zoran Stojanovic (90.)
Víkingur, Ó. - Selfoss 4-3
0-1 Viðar Örn Kjartansson (2.)
1-1 Josip Marosevic (14.)
2-1 Josip Marosevic (16.)
2-2 Henning Eyþór Jónasson (38.)
2-3 Sævar Þór Gíslason (41.)
3-3 Sjálfsmark (73.)
4-3 Brynjar Víðisson (86.)
Stjarnan enn í góðum séns
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn


Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn

Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti



Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg
Íslenski boltinn