Stöð 2 Sport á Spáni 21. ágúst 2008 13:00 Starfshópur frá Stöð 2 Sport er á Spáni að vinna að þáttagerð og beinum útsendingum frá fyrsta götukappakstrinum í borginni Valencia. Þetta er ákveðinn tímamót í sögu Formúlu 1 útsendinga á Íslandi, þar sem þættir hafa aldrei verið unnir á mótsstað í Formúlu 1 og sendir heim. Mótið í Valencia var valið af kostgæfni þar sem brautin minnir um margt á Mónakó kappaksturinn og er alveg ný af nálinni. Þá er stór hópur Íslendinga meðal áhorfenda um helgina, sem gefur mótinu íslenskan vinkil. Þátturinn Rásmarkið í kvöld, fimmtudagskvöld, verður algjörlega tileinkaður mótinu í Valencia, Spánverjanum Fernando Alonso og nýjasta sigurvegaranum, Finnanum Heikki Kovalainen. Umsjónarmenn Formúlu 1 á Stöð 2 Sport labba m.a. brautina og skoða hið nýstárlega mótssvæði frá öllum hliðum. Þá verður rætt við tæknimenn og ökumenn á staðnum í þættinum. Að venju verður æfingum á föstudag lýst beint, einnig æfingu á laugardagsmorgun, tímatöku laugardags og kappakstri á sunnudag. Þá verður þátturinn Endamarkið unnin í Valencia, sem ætti að gefa honum enn ferskari blæ.Útsendingar á Stöð 2 Sport Fimmtudagur kl. 20:00 Rásmarkið Föstudagur kl. 09:00 Æfing I Föstudagur kl. 12:00 Æfing 2 Laugardagur kl. 09:00 Æfing 3 Laugardagur kl. 11:45 Tímatakan Sunnudagur kl. 11:30 Kappaksturinn Sunnudagur kl. 22:00 Endamarkið Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Starfshópur frá Stöð 2 Sport er á Spáni að vinna að þáttagerð og beinum útsendingum frá fyrsta götukappakstrinum í borginni Valencia. Þetta er ákveðinn tímamót í sögu Formúlu 1 útsendinga á Íslandi, þar sem þættir hafa aldrei verið unnir á mótsstað í Formúlu 1 og sendir heim. Mótið í Valencia var valið af kostgæfni þar sem brautin minnir um margt á Mónakó kappaksturinn og er alveg ný af nálinni. Þá er stór hópur Íslendinga meðal áhorfenda um helgina, sem gefur mótinu íslenskan vinkil. Þátturinn Rásmarkið í kvöld, fimmtudagskvöld, verður algjörlega tileinkaður mótinu í Valencia, Spánverjanum Fernando Alonso og nýjasta sigurvegaranum, Finnanum Heikki Kovalainen. Umsjónarmenn Formúlu 1 á Stöð 2 Sport labba m.a. brautina og skoða hið nýstárlega mótssvæði frá öllum hliðum. Þá verður rætt við tæknimenn og ökumenn á staðnum í þættinum. Að venju verður æfingum á föstudag lýst beint, einnig æfingu á laugardagsmorgun, tímatöku laugardags og kappakstri á sunnudag. Þá verður þátturinn Endamarkið unnin í Valencia, sem ætti að gefa honum enn ferskari blæ.Útsendingar á Stöð 2 Sport Fimmtudagur kl. 20:00 Rásmarkið Föstudagur kl. 09:00 Æfing I Föstudagur kl. 12:00 Æfing 2 Laugardagur kl. 09:00 Æfing 3 Laugardagur kl. 11:45 Tímatakan Sunnudagur kl. 11:30 Kappaksturinn Sunnudagur kl. 22:00 Endamarkið
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira