Fótbolti

Barcelona slátraði Almeria í fyrri hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Barcelona fagna einu marka sinna í kvöld.
Leikmenn Barcelona fagna einu marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP
Barcelona vann í kvöld 5-0 sigur á Almeria í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Samuel Eto'o skoraði þrennu.

Barclona skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins á fyrstu 24 mínútunum og það fimmta áður en fyrri hálfleikurinn var liðinn.

Thierry Henry og Daniel Alves skoruðu hin mörk Börsunga en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í hópi liðsins vegna meiðsla.

Negrado, leikmaður Almeria, fékk að líta rauða spjaldið á 30. mínútu fyrir tæklingu á Rafael Marquez.

Barcelona komst í efsta sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með nítján stig, rétt eins og Valencia sem á leik til góða.

Sevilla og Villarreal koma svo næst með sautján stig og Real Madrid eru með sextán. Öll eiga þau leik til góða á Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×