Jose Mourinho þjálfari Inter setur leikmönnum sínum strangar reglur og í morgun rak hann framherjann Adriano af æfingu fyrir að koma of seint.
Í ítölskum fjölmiðlum kemur fram að Adriano muni fyrir vikið missa sæti sitt í liðinu fyrir leikinn gegn Fiorentina um helgina.
Adriano var á góðri leið með að koma sér í mjúkinn hjá þjálfara sínum eftir að hafa fengið tækifæri til að byrja með hreint borð. Hann hefur átt í miklum vandræðum innan sem utan vallar síðustu ár.