Handknattleiksdeild Víkings hefur ákveðið að lækka miðaverð á leiki liðsins í N1 deildinni í vetur og ætlar að halda fjölskyldudag á laugardaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.
Karlalið Víkings tekur á móti Akureyri á laugardaginn klukkan 16 og blásið hefur verið til fjölskyldudags sem hefst klukkan 14 þar sem boðið verður upp á skemmtiatriði og mat.
Handknattleiksdeild Víkings hefur ákveðið að lækka miðaverð um helming í vetur og munu miðar á leikina því kosta 500 krónur í stað 1000 króna áður.
Þá verður ársmiðaverð einnig lækkað um helming, en eftir sem áður munu börn undir 16 ára aldri frá frítt á leikina.