Handbolti

Guðmundur: Hefðum þurft frábæran leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður hans.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður hans.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði eftir leik Póllands og Íslands í dag að íslenska liðið hefði þurft frábæran leik á öllum sviðum handboltans til að leggja Pólverja á þeirra heimavelli í dag.

Pólland vann í dag Ísland með sex marka mun, 34-28, í undankeppni Ólympíuleikanna í handbolta. Pólland tryggði sér nánast öruggt sæti í Peking með sigrinum en Íslendingar verða að vinna Svía á morgun til að fara með þeim á Ólympíuleikana.

„Þetta hafðist ekki í dag, því miður," sagði Guðmundur í samtali við Rúv. „Það eru lykilmenn sem eiga helling inni og við vonum að þeir rísi upp fyrir leikinn á morgun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×