Kovalainen fagnar 27 ára afmæli á ráslínunni 19. október 2008 04:30 Heikki Kovalainen frá Finnlandi er 27 ára i dag og keppir í Formúlu 1 í Sjanghæ á afmælisdaginn. Mynd: Getty Images Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren fagnar 27 ára afmæli sínu í Formúlu 1 mótinu í Sjanhæ í Kína í dag. Hann er fimmti á ráslínu. Kovalainen er á sínu öðru ári í Formúlu 1, en hann hóf feril sinn með Renault í fyrra. Góður árangur í lokamótunum varð til þess að McLaren tók hann upp á sína arma. Það er hefð fyrir því að kaka sé bökuð á afmælisdegi ökumanna og verður veisla fyrir Kovalainen eftir keppnina. Kovalianen varð fimmti í tímatökunni í gær og ræsir af stað fyrir aftan Fernando Alonso og Felipe Massa. "Mér gekk vel í fyrstu og annarri umferð tímatökunnar og var bjartsýnn fyrir lokaumferðina. En ég náði ekki að láta dekkin bíta nægilega í malbikið. Það var eiginlega synd því ég vonaðist eftir betri rásstað en fimmta sæti. Samt er ég ánægður með bílinn og geri ráð fyrir góðu gengi í mótinu", sagði Kovalainen. Kovalainen hefur unnið eitt mót á árinu, en hann mun styðja við bakið á Lewis Hamilton í titilslagnum í þeim tveimur mótum sem eftir eru og ekki taka af honum dýrmæt stig að ósekju. Sjá tölfræði og fróðleik Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren fagnar 27 ára afmæli sínu í Formúlu 1 mótinu í Sjanhæ í Kína í dag. Hann er fimmti á ráslínu. Kovalainen er á sínu öðru ári í Formúlu 1, en hann hóf feril sinn með Renault í fyrra. Góður árangur í lokamótunum varð til þess að McLaren tók hann upp á sína arma. Það er hefð fyrir því að kaka sé bökuð á afmælisdegi ökumanna og verður veisla fyrir Kovalainen eftir keppnina. Kovalianen varð fimmti í tímatökunni í gær og ræsir af stað fyrir aftan Fernando Alonso og Felipe Massa. "Mér gekk vel í fyrstu og annarri umferð tímatökunnar og var bjartsýnn fyrir lokaumferðina. En ég náði ekki að láta dekkin bíta nægilega í malbikið. Það var eiginlega synd því ég vonaðist eftir betri rásstað en fimmta sæti. Samt er ég ánægður með bílinn og geri ráð fyrir góðu gengi í mótinu", sagði Kovalainen. Kovalainen hefur unnið eitt mót á árinu, en hann mun styðja við bakið á Lewis Hamilton í titilslagnum í þeim tveimur mótum sem eftir eru og ekki taka af honum dýrmæt stig að ósekju. Sjá tölfræði og fróðleik
Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira