Kovalainen fagnar 27 ára afmæli á ráslínunni 19. október 2008 04:30 Heikki Kovalainen frá Finnlandi er 27 ára i dag og keppir í Formúlu 1 í Sjanghæ á afmælisdaginn. Mynd: Getty Images Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren fagnar 27 ára afmæli sínu í Formúlu 1 mótinu í Sjanhæ í Kína í dag. Hann er fimmti á ráslínu. Kovalainen er á sínu öðru ári í Formúlu 1, en hann hóf feril sinn með Renault í fyrra. Góður árangur í lokamótunum varð til þess að McLaren tók hann upp á sína arma. Það er hefð fyrir því að kaka sé bökuð á afmælisdegi ökumanna og verður veisla fyrir Kovalainen eftir keppnina. Kovalianen varð fimmti í tímatökunni í gær og ræsir af stað fyrir aftan Fernando Alonso og Felipe Massa. "Mér gekk vel í fyrstu og annarri umferð tímatökunnar og var bjartsýnn fyrir lokaumferðina. En ég náði ekki að láta dekkin bíta nægilega í malbikið. Það var eiginlega synd því ég vonaðist eftir betri rásstað en fimmta sæti. Samt er ég ánægður með bílinn og geri ráð fyrir góðu gengi í mótinu", sagði Kovalainen. Kovalainen hefur unnið eitt mót á árinu, en hann mun styðja við bakið á Lewis Hamilton í titilslagnum í þeim tveimur mótum sem eftir eru og ekki taka af honum dýrmæt stig að ósekju. Sjá tölfræði og fróðleik Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren fagnar 27 ára afmæli sínu í Formúlu 1 mótinu í Sjanhæ í Kína í dag. Hann er fimmti á ráslínu. Kovalainen er á sínu öðru ári í Formúlu 1, en hann hóf feril sinn með Renault í fyrra. Góður árangur í lokamótunum varð til þess að McLaren tók hann upp á sína arma. Það er hefð fyrir því að kaka sé bökuð á afmælisdegi ökumanna og verður veisla fyrir Kovalainen eftir keppnina. Kovalianen varð fimmti í tímatökunni í gær og ræsir af stað fyrir aftan Fernando Alonso og Felipe Massa. "Mér gekk vel í fyrstu og annarri umferð tímatökunnar og var bjartsýnn fyrir lokaumferðina. En ég náði ekki að láta dekkin bíta nægilega í malbikið. Það var eiginlega synd því ég vonaðist eftir betri rásstað en fimmta sæti. Samt er ég ánægður með bílinn og geri ráð fyrir góðu gengi í mótinu", sagði Kovalainen. Kovalainen hefur unnið eitt mót á árinu, en hann mun styðja við bakið á Lewis Hamilton í titilslagnum í þeim tveimur mótum sem eftir eru og ekki taka af honum dýrmæt stig að ósekju. Sjá tölfræði og fróðleik
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira