McLaren kvartar ekki undan Ferrari 20. október 2008 14:56 Hamilton fagnar sigri, en Massa gengur svekktur frá bíl sínum eftir mótð í Sjanghæ í gær. Mynd: Getty Images Martin Whitamarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir liðið ekki búið að tryggja sér né Lewis Hamilton meistaratitil ökumanna. Þrátt fyrir sjö stiga forskot Hamilton á Felipe Massa eftir mótið í gær. Whitmarsh segist ekki fullviss hvað gerði það að verkum að Hamilton hreinlega rúllaði upp Ferrari mönnum á brautinni í Sjanghæ. Þá fannst honum ekkert athugavert þó Kimi Raikkönen hleypti Felipe Massa framúr sér undir lok mótsins til að bæta stigastöðu Massa. "Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, en Ferrari verður að svara fyrir hvað þeir gera í mótum. Við verðum að gæta þess að við gerum engin mistök í mótinu sem eftir er. Hvort sem það er varðandi undirbúning eða keppnisáætlun okkar", sagði Whitmarsh. Hamilton er með forskot í keppni ökumanna, en Ferrari í keppni bílasmiða. Whitmarsh telur að vægi titils ökumanna hafi meira gilda en hinn. "Sama hvað menn segja um titlanna tvo, þá tel ég að titil ökumanns sé sá sem skiptir mestu máli. Fólk man eftir hvaða ökumaður varð meistari. Við viljum vissulega vinna báða og í ljósi þess að Heikki Kovlainen féll úr leik í gær, þá er staða okkar í keppni bílasmiða ekki góð." "En þrátt fyrir forskot Hamiltons, þá er titilinn alls ekki í höfn. Ferrari menn verða erfiðir viðureignar í Brasilíu og Massa verður á heimavelli. Hamilton gerði góða hluti í Sjanghæ og ók eins og meistari myndi gera. Við verðum að vanda til verka og gæta að gæðum bílsins. Í fyrra bilaði gírkassi lítillega hjá Hamilton í lokamótinu, en við verðum að treysta að við undirbúum okkur af bestu getu"; sagði Whitmarsh. Hamilton var með sjö stiga forskot á Kimi Raikkönen í lokamótiinu í fyrra, en tapaði titllinum með eins stigs mun. Sjá næsta mótsstað Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitamarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir liðið ekki búið að tryggja sér né Lewis Hamilton meistaratitil ökumanna. Þrátt fyrir sjö stiga forskot Hamilton á Felipe Massa eftir mótið í gær. Whitmarsh segist ekki fullviss hvað gerði það að verkum að Hamilton hreinlega rúllaði upp Ferrari mönnum á brautinni í Sjanghæ. Þá fannst honum ekkert athugavert þó Kimi Raikkönen hleypti Felipe Massa framúr sér undir lok mótsins til að bæta stigastöðu Massa. "Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, en Ferrari verður að svara fyrir hvað þeir gera í mótum. Við verðum að gæta þess að við gerum engin mistök í mótinu sem eftir er. Hvort sem það er varðandi undirbúning eða keppnisáætlun okkar", sagði Whitmarsh. Hamilton er með forskot í keppni ökumanna, en Ferrari í keppni bílasmiða. Whitmarsh telur að vægi titils ökumanna hafi meira gilda en hinn. "Sama hvað menn segja um titlanna tvo, þá tel ég að titil ökumanns sé sá sem skiptir mestu máli. Fólk man eftir hvaða ökumaður varð meistari. Við viljum vissulega vinna báða og í ljósi þess að Heikki Kovlainen féll úr leik í gær, þá er staða okkar í keppni bílasmiða ekki góð." "En þrátt fyrir forskot Hamiltons, þá er titilinn alls ekki í höfn. Ferrari menn verða erfiðir viðureignar í Brasilíu og Massa verður á heimavelli. Hamilton gerði góða hluti í Sjanghæ og ók eins og meistari myndi gera. Við verðum að vanda til verka og gæta að gæðum bílsins. Í fyrra bilaði gírkassi lítillega hjá Hamilton í lokamótinu, en við verðum að treysta að við undirbúum okkur af bestu getu"; sagði Whitmarsh. Hamilton var með sjö stiga forskot á Kimi Raikkönen í lokamótiinu í fyrra, en tapaði titllinum með eins stigs mun. Sjá næsta mótsstað
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira