Allt undir í tvenndarleiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 13:25 Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir. Mynd/Völundur Síðar í dag mætir íslenska landsliðið í badminton því finnska í hreinum úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Ísland vann í morgun sigur á Eistum, 3-2, í æsispennandi viðureign um hvort liðið kæmist í leikinn um þrettánda sætið á mótinu. Það sæti gefur áframhaldandi þátttökurétt í A-deild en þrjú neðstu liðin á mótinu, sem lenda í 14.-16. sæti, falla í B-deildina. „Þetta var afar sætur sigur eins og þetta var súrt í gær," sagði Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari en Ísland tapaði naumlega fyrir Tékklandi í gær, 3-2. „Þetta var sama þróun í dag, þetta stóð hrikalega tæpt en hafðist í lokin." Árni segir að íslenska liðið sé betra en það eistneska en að það hafi náð að hanga lengi vel í viðureigninni. Úrslitin réðust í oddalotunni í tvíliðaleik kvenna sem þær Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir unnu, 21-18. „Þær eistnesku voru sterkari en við bjuggumst við en þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var." Ísland vann einnig sínar viðureignir í tvíliðaleik karla og tvenndarleik en það tapaði báðum einliðaleikjum sínum. Árni segir að það hafi verið viðbúið. „Ragna spilar ekki í einliðaleik, bæði vegna þess að hún þarf að hlífa sér vegna meiðsla sinna og við viljum heldur ekki fórna henni í einliðaleikinn. Okkar möguleikar felast í því að vinna tvenndar- og tvíliðaleikina því við eigum litla möguleika í einliðaleiknum." „Það sama verður upp á teningnum gegn Finnum. Þau eru með mjög sterka leikmenn í einliðaleiknum og við eigum litla möguleika þar. Við eigum hins vegar jafna möguleika í tvenndar- og tvíliðaleik og þar liggur okkar möguleiki." Fyrsta viðureignin verður í tvenndarleik þar sem Ragna og Helgi Jóhannesson keppa fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið koma báðar viðureignirnar í einliðaleik. „Þetta þýðir að við hreinlega verðum að vinna tvenndarleikinn. Ef við lendum 3-0 undir verður leiknum lokið og tvíliðaleikirnir fara ekki einu sinni fram. Það er því allt undir í tvenndarleiknum." Viðureign Íslands og Finnlands hefst klukkan 16.00. Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Síðar í dag mætir íslenska landsliðið í badminton því finnska í hreinum úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Ísland vann í morgun sigur á Eistum, 3-2, í æsispennandi viðureign um hvort liðið kæmist í leikinn um þrettánda sætið á mótinu. Það sæti gefur áframhaldandi þátttökurétt í A-deild en þrjú neðstu liðin á mótinu, sem lenda í 14.-16. sæti, falla í B-deildina. „Þetta var afar sætur sigur eins og þetta var súrt í gær," sagði Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari en Ísland tapaði naumlega fyrir Tékklandi í gær, 3-2. „Þetta var sama þróun í dag, þetta stóð hrikalega tæpt en hafðist í lokin." Árni segir að íslenska liðið sé betra en það eistneska en að það hafi náð að hanga lengi vel í viðureigninni. Úrslitin réðust í oddalotunni í tvíliðaleik kvenna sem þær Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir unnu, 21-18. „Þær eistnesku voru sterkari en við bjuggumst við en þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var." Ísland vann einnig sínar viðureignir í tvíliðaleik karla og tvenndarleik en það tapaði báðum einliðaleikjum sínum. Árni segir að það hafi verið viðbúið. „Ragna spilar ekki í einliðaleik, bæði vegna þess að hún þarf að hlífa sér vegna meiðsla sinna og við viljum heldur ekki fórna henni í einliðaleikinn. Okkar möguleikar felast í því að vinna tvenndar- og tvíliðaleikina því við eigum litla möguleika í einliðaleiknum." „Það sama verður upp á teningnum gegn Finnum. Þau eru með mjög sterka leikmenn í einliðaleiknum og við eigum litla möguleika þar. Við eigum hins vegar jafna möguleika í tvenndar- og tvíliðaleik og þar liggur okkar möguleiki." Fyrsta viðureignin verður í tvenndarleik þar sem Ragna og Helgi Jóhannesson keppa fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið koma báðar viðureignirnar í einliðaleik. „Þetta þýðir að við hreinlega verðum að vinna tvenndarleikinn. Ef við lendum 3-0 undir verður leiknum lokið og tvíliðaleikirnir fara ekki einu sinni fram. Það er því allt undir í tvenndarleiknum." Viðureign Íslands og Finnlands hefst klukkan 16.00.
Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira