Óvænt útspil Framsóknar Einar K. Guðfinnsson skrifar 22. júlí 2008 16:35 Framsóknarflokkurinn er hinn nýi, alltaf-á-móti flokkur. Dæmi: Tímabundin ráðning Tryggva Þórs Herbertssonar til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum hefur almennt mælst vel fyrir. Nema hjá Framsóknarflokknum. Þó Guðni Ágústsson formaður flokksins og Valgerður Sverrissdóttir varaformaður hans séu ekki samstíga um margt í stefnu flokksins, sameinast þau þó í neikvæðum viðbrögðum við ráðningu Tryggva Þórs. En eins og kunnugt er er Tryggvi virtur hagfræðingur hérlendis og erlendis og skrifaði mjög mikilvæga skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt Frederich Mishkin, heimsþekktum hagfræðingi. Viðbrögð framsóknarforystunnar eru býsna sérstæð. Þannig segir Guðni ráðninguna vera ástæðulausa vegna þess að svo margir hagfræðingar vinni í stofnunum hins opinbera! Ekki fannst Steingrími Hermannssyni þetta þegar hann var formaður flokksins. En um Steingrím segir í opinberri söguskýringu Framsóknarflokksins: „Hann vann afrek í sinni tíð sem enginn hefur leikið eftir." Nýlega heiðruðu framsóknarmenn Steingrím í tilefni af áttræðisafmælinu. Þá var rifjað upp hve mikla áherslu hann lagði á að hafa efnahagsráðgjafa sér við hlið í forsætisráðuneytinu. Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi, gerði þetta einmitt að umtalsefni og sagðist hafa verið á förum úr starfi sínu í forsætisráðuneytinu árið 1983, þegar Steingrímur bað hann um að vera áfram. Á þeim tíma voru, líkt og nú, margir hagfræðingar starfandi í Hagstofunni, Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. Ráðning efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið hefur hingað til ekki verið tilefni til pólitísks naggs, fyrr en nú að forystumenn Framsóknar hefja það. Hins vegar blasir við að gagnrýni framsóknarforystunnar, eins og hún er sett fram, hittir helst fyrir þann mann sem í sögubókum Framsóknar er sagður hafa unnið afrek sem enginn hefur leikið eftir og sem núverandi formaður Framsóknarflokksins vitnar oftast til og af mestri velþóknun. Valgerður og Guðni hafa sem sagt enn þann eiginleika að koma manni á óvart með því að slæma á þann mann höggi sem maður reiknaði síst með. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er hinn nýi, alltaf-á-móti flokkur. Dæmi: Tímabundin ráðning Tryggva Þórs Herbertssonar til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum hefur almennt mælst vel fyrir. Nema hjá Framsóknarflokknum. Þó Guðni Ágústsson formaður flokksins og Valgerður Sverrissdóttir varaformaður hans séu ekki samstíga um margt í stefnu flokksins, sameinast þau þó í neikvæðum viðbrögðum við ráðningu Tryggva Þórs. En eins og kunnugt er er Tryggvi virtur hagfræðingur hérlendis og erlendis og skrifaði mjög mikilvæga skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt Frederich Mishkin, heimsþekktum hagfræðingi. Viðbrögð framsóknarforystunnar eru býsna sérstæð. Þannig segir Guðni ráðninguna vera ástæðulausa vegna þess að svo margir hagfræðingar vinni í stofnunum hins opinbera! Ekki fannst Steingrími Hermannssyni þetta þegar hann var formaður flokksins. En um Steingrím segir í opinberri söguskýringu Framsóknarflokksins: „Hann vann afrek í sinni tíð sem enginn hefur leikið eftir." Nýlega heiðruðu framsóknarmenn Steingrím í tilefni af áttræðisafmælinu. Þá var rifjað upp hve mikla áherslu hann lagði á að hafa efnahagsráðgjafa sér við hlið í forsætisráðuneytinu. Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi, gerði þetta einmitt að umtalsefni og sagðist hafa verið á förum úr starfi sínu í forsætisráðuneytinu árið 1983, þegar Steingrímur bað hann um að vera áfram. Á þeim tíma voru, líkt og nú, margir hagfræðingar starfandi í Hagstofunni, Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. Ráðning efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið hefur hingað til ekki verið tilefni til pólitísks naggs, fyrr en nú að forystumenn Framsóknar hefja það. Hins vegar blasir við að gagnrýni framsóknarforystunnar, eins og hún er sett fram, hittir helst fyrir þann mann sem í sögubókum Framsóknar er sagður hafa unnið afrek sem enginn hefur leikið eftir og sem núverandi formaður Framsóknarflokksins vitnar oftast til og af mestri velþóknun. Valgerður og Guðni hafa sem sagt enn þann eiginleika að koma manni á óvart með því að slæma á þann mann höggi sem maður reiknaði síst með. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar