Bernd Schuster, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að það komi til greina að kaupa framherja til félagsins í janúarnæstkomandi.
Ruud van Nistelrooy gekkst undir aðgerð á hné í vikunni og verður frá út tímabilið af þeim sökum.
Félagaskiptaglugginn opnar um áramótin og segir Schuster að vel komi til greina að fá framherja til félagsins.
„Við munum fylgjast betur með markaðnum fyrst að Ruud er úr leik," sagði Schuster. „Það gæti verið að einhver mikilvægur leikmaður gæti komið til að hjálpa okkur."
„Það var mikið áfall fyrir okkur að missa Ruud. En aðalmálið hjá okkur í dag er að forðast það að fá okkur mörk frekar en að skora."
Real Madrid gæti keypt sóknarmann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
