Lakers gengur betur þegar Bryant tekur færri skot 3. júní 2008 19:28 Lakers tapaði báðum leikjum sínum gegn Boston í deildarkeppninni í vetur, en báðir leikir fóru fram fyrir áramót NordcPhotos/GettyImages Kobe Bryant hjá LA Lakers verður að hafa hemil á sér í skotunum í úrslitaeinvíginu á móti Boston Celtics ef marka má tölfræðina. Þetta kemur fram í ítarlegri töfræðiúttekt ESPN sem gerð var fyrir úrslitaeinvígið, en þar kemur fram að Lakers-liðið er mun líklegra til að vinna leiki ef Bryant tekur undir 20 skot í leik. Bryant er einn mesti skorari deildarinnar undanfarin ár og margir telja að vonir Lakers-liðsins í úrslitunum hangi á því hversu vel Bryant nær sér á strik gegn sterkri vörn Boston. Það þarf þó ekki endilega að vera ef tekið er mið af tölfræðiúttekt ESPN. Þannig leiddi könnunin í ljós að í þeim leikjum sem Bryant tók 20 skot eða meira í deildarkeppninni, vann Lakers-liðið sigur í 59% leikja sinna. Vann 26 og tapaði 18. Þegar hann tók hinsvegar 19 skot eða færri, vann Lakers-liðið tæplega 82% leikja sinna. Vann sigur í 31 leik og tapaði aðeins 7. Þegar tekið er mið af úrslitakeppninni eru niðurstöðurnar svipaðar - ef ekki enn meira afgerandi. Þegar Bryant hefur tekið 20 skot eða meira í úrslitakeppninni hefur Lakers unnið sex leiki og tapað þremur, en þegar hann tekur 19 skot eða færri - hefur Lakers unnið alla sex leiki sína og ekki tapað. Samkvæmt þessu er Lakers liðið 38% líklegra til að vinna leiki ef Bryant tekur ekki of mörg skot í leikjum liðsins. Sannarlega áhugaverð tölfræði. Úrslitaeinvígi Boston og Los Angeles hefst á fimmtudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verða allir leikir í einvíginu sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leiktímar í úrslitunum: fim. 5. júní, Boston-Lakers Sun. 8. júní, Boston-Lakers þri. 10. júní, Lakers-Boston fim. 12. júní, Lakers-Boston sun. 15. júní, Lakers-Boston* þri. 17. júní, Boston-Lakers* fim. 19. júní, Boston-Lakers* *- ef með þarf Allir leikir hefjast klukkan 01:00 NBA Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Kobe Bryant hjá LA Lakers verður að hafa hemil á sér í skotunum í úrslitaeinvíginu á móti Boston Celtics ef marka má tölfræðina. Þetta kemur fram í ítarlegri töfræðiúttekt ESPN sem gerð var fyrir úrslitaeinvígið, en þar kemur fram að Lakers-liðið er mun líklegra til að vinna leiki ef Bryant tekur undir 20 skot í leik. Bryant er einn mesti skorari deildarinnar undanfarin ár og margir telja að vonir Lakers-liðsins í úrslitunum hangi á því hversu vel Bryant nær sér á strik gegn sterkri vörn Boston. Það þarf þó ekki endilega að vera ef tekið er mið af tölfræðiúttekt ESPN. Þannig leiddi könnunin í ljós að í þeim leikjum sem Bryant tók 20 skot eða meira í deildarkeppninni, vann Lakers-liðið sigur í 59% leikja sinna. Vann 26 og tapaði 18. Þegar hann tók hinsvegar 19 skot eða færri, vann Lakers-liðið tæplega 82% leikja sinna. Vann sigur í 31 leik og tapaði aðeins 7. Þegar tekið er mið af úrslitakeppninni eru niðurstöðurnar svipaðar - ef ekki enn meira afgerandi. Þegar Bryant hefur tekið 20 skot eða meira í úrslitakeppninni hefur Lakers unnið sex leiki og tapað þremur, en þegar hann tekur 19 skot eða færri - hefur Lakers unnið alla sex leiki sína og ekki tapað. Samkvæmt þessu er Lakers liðið 38% líklegra til að vinna leiki ef Bryant tekur ekki of mörg skot í leikjum liðsins. Sannarlega áhugaverð tölfræði. Úrslitaeinvígi Boston og Los Angeles hefst á fimmtudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verða allir leikir í einvíginu sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leiktímar í úrslitunum: fim. 5. júní, Boston-Lakers Sun. 8. júní, Boston-Lakers þri. 10. júní, Lakers-Boston fim. 12. júní, Lakers-Boston sun. 15. júní, Lakers-Boston* þri. 17. júní, Boston-Lakers* fim. 19. júní, Boston-Lakers* *- ef með þarf Allir leikir hefjast klukkan 01:00
NBA Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn