Birkir Bjarnason skoraði sigurmark Bodö/Glimt sem vann 2-1 útisigur á Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Birkir kom inn á sem varamaður á 69. mínútu í stöðunni 1-0. Strömsgodset jafnaði á 88. mínútu en Birkir skoraði sigurmarkið á lokamínútunni.
Fredrikstad vann 2-1 sigur á HamKam. Garðar Jóhannesson kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og lagði upp sigurmark leiksins aðeins fimm mínútum síðar.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í byrjunarliði Vålerenga sem tapaði 2-1 fyrir Molde á heimavelli. Honum var skipt af velli í hálfleik.
Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði Lyn sem vann 4-0 stórsigur á Álasundi á útivelli. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn í liði Lyn en Haraldur Freyr Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Álasunds.
Fredrikstad komst á topp deildarinnar með sigrinum í dag en Stabæk getur endurheimt toppsætið með sigri á Rosenborg síðar í dag.
Lyn, Vålerenga og Bodö/Glimt koam þar á eftir, öll með tíu stig. Álasund er í ellefta sæti deildarinnar með sex stig.
Birkir tryggði Bodö/Glimt sigur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn





Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn

Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti

Fleiri fréttir
