Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Aron Guðmundsson skrifar 5. janúar 2026 23:15 Síðasta starf Åge Hareide á þjálfaraferlinum var með íslenska landsliðinu. Åge féll frá undir lok síðasta árs eftir erfið veikindi. Vísir/Getty Minningarstund um Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta verður haldin á Aker leikvanginum, heimavelli Molde, á fimmtudaginn kemur. Sama dag verður Hareide jarðsunginn frá dómkirkjunni í Molde. Molde og fótboltafélagið þar í borg átti sérstakan stað í hjartastað Hareide og sú mátti segja það sama um hug stuðningsmanna Molde og borgarbúa í garð Hareide sem spilaði á sínum tíma með Molde og átti seina eftir að stýra liðinu sem þjálfari og gerði hann liðið að bikarmeisturum árið 1994. Åge Hareide lést þann 18.desember á síðasta ári, 72 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabbamein í heila. Síðasta starf Hareide á þjálfaraferlinum var hjá íslenska karlalandsliðinu sem hann stýrði frá apríl 2023 til nóvember 2024 og var einum sigurleik frá því að koma liðinu á EM 2024. Í samtali við TV 2 í Noregi segir Bendik Hareide, sonur Åge, að fjölskyldan sé djúpt snortin yfir samúðarkveðjunum sem borist hafa í kjölfar fráfalls Åge. „Kærleikurinn og ástin í garð pabba sem og okkar allra skiptir okkur óendanlega miklu máli og hefur verið okkur huggun á erfiðum tímum.“ Minningarstundin um Åge Hareide á Aker leikvanginum fer fram á sama degi og eftir jarðarför hans. Sýnt verður beint frá jarðarförinni í norska ríkissjónvarpinu (NRK 2) sem og TV 2. Åge átti farsælan feril sem leikmaður sem landsliðs- og atvinnumaður en sem þjálfari átti hann eftir að ná enn eftirtektarverðir árangri þar sem að hann vann landstitla hjá stórliðum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þá stýrði hann landsliði Noregs og kom danska landsliðinu í tvígang á stórmót. Eins og áður sagði var síðasta starf Åge á ferlinum sem landsliðsþjálfari Íslands og þar hitti hann fyrir Jörund Áka, yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ, sem í samtali við Vísi degi eftir fráfall Norðmannsins, sagði það sorgartíðindi að hann væri fallinn frá. „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn því Åge hafði hug á því að gera svo margt skemmtilegt núna þegar hann var hættur að þjálfa. Hann var búinn að bjóða okkur í heimsókn, við vorum alltaf á leiðinni til hans en svona er bara lífið. Við höldum áfram. Höldum nafni hans á lofti hér.“ Landslið karla í fótbolta Norski boltinn KSÍ Andlát Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Sjá meira
Molde og fótboltafélagið þar í borg átti sérstakan stað í hjartastað Hareide og sú mátti segja það sama um hug stuðningsmanna Molde og borgarbúa í garð Hareide sem spilaði á sínum tíma með Molde og átti seina eftir að stýra liðinu sem þjálfari og gerði hann liðið að bikarmeisturum árið 1994. Åge Hareide lést þann 18.desember á síðasta ári, 72 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabbamein í heila. Síðasta starf Hareide á þjálfaraferlinum var hjá íslenska karlalandsliðinu sem hann stýrði frá apríl 2023 til nóvember 2024 og var einum sigurleik frá því að koma liðinu á EM 2024. Í samtali við TV 2 í Noregi segir Bendik Hareide, sonur Åge, að fjölskyldan sé djúpt snortin yfir samúðarkveðjunum sem borist hafa í kjölfar fráfalls Åge. „Kærleikurinn og ástin í garð pabba sem og okkar allra skiptir okkur óendanlega miklu máli og hefur verið okkur huggun á erfiðum tímum.“ Minningarstundin um Åge Hareide á Aker leikvanginum fer fram á sama degi og eftir jarðarför hans. Sýnt verður beint frá jarðarförinni í norska ríkissjónvarpinu (NRK 2) sem og TV 2. Åge átti farsælan feril sem leikmaður sem landsliðs- og atvinnumaður en sem þjálfari átti hann eftir að ná enn eftirtektarverðir árangri þar sem að hann vann landstitla hjá stórliðum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þá stýrði hann landsliði Noregs og kom danska landsliðinu í tvígang á stórmót. Eins og áður sagði var síðasta starf Åge á ferlinum sem landsliðsþjálfari Íslands og þar hitti hann fyrir Jörund Áka, yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ, sem í samtali við Vísi degi eftir fráfall Norðmannsins, sagði það sorgartíðindi að hann væri fallinn frá. „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn því Åge hafði hug á því að gera svo margt skemmtilegt núna þegar hann var hættur að þjálfa. Hann var búinn að bjóða okkur í heimsókn, við vorum alltaf á leiðinni til hans en svona er bara lífið. Við höldum áfram. Höldum nafni hans á lofti hér.“
Landslið karla í fótbolta Norski boltinn KSÍ Andlát Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Sjá meira