Ísland lagði heimsmeistarana - Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. ágúst 2008 11:59 Björgvin Páll Gústavsson markvörður fagnar sigri íslenska liðsins. Nordic Photos / AFP Ísland vann hreint stórkostlegan fjögurra marka sigur á heimsmeisturum Þjóðverja á Ólympíuleikunum í Peking, 33-29. Allt liðið átti stórkostlegan leik. Leikurinn var í beinni lýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur íslensku leikmannanna með átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö, Alexander Petersson fimm. Nákvæma tölfræði leiksins má lesa hér að neðan. Nú má ljóst vera að Ísland hefur tryggt sér sæti í fjórðungsúrslitum Ólympíuleikanna eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. Strax í upphafi var tóninn gefinn og leikurinn var gífurlega hraður. Þýskaland gekk á lagið í sókninni en eftir nokkrar mínútur róuðu íslensku varnarmennirnir sig og tóku almennilega á Þjóðverjunum. Eftir það var ljóst að Þýskaland var með mjög brothættan sóknarleik. Tveir leikmenn - Michael Kraus og Holger Glandorf - voru einu mennirnir sem gerðu eitthvað enda skoruðu þeir 21 mörk af 29 mörkum Þýskalands í leiknum. Eftir sautján mínútur var staðan 12-8 fyrir Þýskaland. Þá kom ótrúlegur leikkafli þar sem Ísland skoraði átta mörk gegn einu frá Þýskalandi. Staðan í hálfleik var 17-14. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Christian Zeitz að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Snorra Steini olnbogaskot og í þeim síðari misstu Þjóðverjar Pascal Hens meiddan af velli. Þeir urðu því fyrir sínum skakkaföllum. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri og voru Þjóðverjar ekki nema fjórar mínútur að éta upp forskot Íslands og komast yfir. En íslenska liðið hengdi aldrei haus og sigldi aftur fram úr, hægt og rólega. Það kom aldrei slæmur leikkafli í síðari hálfleik og allir leikmenn stóðu sig gríðarlega vel, jafnt markverðir sem og aðrir leikmenn. Markvarslan var ekki mikil í upphafi leiksins en þeir Hreiðar Guðmundsson og Björgvin Gústavsson áttu báðir góðar innkomur þegar á þurfti að halda. Íslenska vörnin var gríðarlega sterk og yfirveguð. Snorri Steinn átti sem fyrr segir annan stórleik og skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Guðjón Valur hafði hægt um sig til að byrja með en kom sterkur inn undir lok fyrri hálfleiks og skoraði svo sjö mörk í leiknum. Raunar voru allir leikmenn að standa sig gríðarlega vel og ekki veikan hlekk að finna í íslenska liðinu í dag. Tölfræði leiksins: Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 8/4 (11/4) Guðjón Valur Sigurðsson 7 (8) Alexander Petersson 5 (5) Ólafur Stefánsson 4 (6) Arnór Atlason 4 (10) Logi Geirsson 3 (6) Róbert Gunnarsson 2 (2) Ingimundur Ingimundarson (2) Skotnýting: 33/50 (66%) Vítanýting: Skorað úr 4 af 4. Varin skot: Björgvin Gústavsson 5/1 (21/3, 24%, 25 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 7 (20, 35%, 35 mínútur) Mörk úr hraðaupphlaupum: 9 (Alexander 3, Guðjón Valur 2, Arnór 2, Logi 1 og Ólafur 1). Fiskuð víti: Róbert 3 og Ingimundur 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Þýskalandi: Michael Kraus 13/2 (17/2) Holger Glandorf 8 (12) Skotnýting: 29/45 (64%) Vítanýting: Skorað úr 2 af 3. Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 Utan vallar: 12 mínútur.Rautt spjald: Christian Zeitz, 25:22. 14.15 Ísland - Þýskaland 33-29 - lokatölur Strákarnir strá salt í sár Þjóðverja og halda bara áfram að skora. Þvílíkur sigur. Þeir voru allir að standa sig ótrúlega vel og ómögulegt að taka einhvern út. Þjóðverjar áttu ekki slæman dag en Íslendingar voru einfaldlega betri. 14.12 Ísland - Þýskaland 31-27 Glandorf skorar. Hann og Kraus eru með 20 af 27 mörkum þýska liðsins. Ísland tekur langa sókn og Guðjón Valur skorar úr horninu. Yndislegt. Glandorf skýtur föstu skoti að marki en Björgvin varði. Ísland með boltann - ein og hálf eftir. Þetta er komið!!!!!!! 14.10 Ísland - Þýskaland 30-26 Þjóðverjar tapa boltanum og Arnór skorar úr hraðaupphlaupi. Orð fá þessu ekki lýst. Rúmar þrjár eftir. 14.08 Ísland - Þýskaland 29-26 Róbert af línunni og þriggja marka forysta. Stórkostlegt. Þjóðverjar taka leikhlé. Nú reynir á. Rúmar fjórar mínútur eftir. 14.06 Ísland - Þýskaland 28-26 Þrjú hraðaupphlaupsmörk í röð. Yndislegt. Það er allt að ganga upp þegar við skorum úr hraðaupphlaupum. 14.04 Ísland - Þýskaland 26-25 Kraus með sitt tólfta mark úr víti. Bitter varði frá Arnóri í næstu sókn. Þjóðverjar geta komist yfir en Björgvin varði. Alexander skorar í hraðaupphlaupi og kemur Íslandi yfir. Ótrúleg spenna. 14.01 Ísland - Þýskaland 25-24 Þvílík spenna. Tvö þýsk mörk í röð. Kraus með ellefu og Glandorf með sex. Þvílíkir leikmenn. En Ólafur er góður líka og kemur Íslandi aftur yfir. 13.56 Ísland - Þýskaland 24-22 Róbert fiskar víti og enn einn Þjóðverjann út af. Snorri skorar úr vítinu. 13.53 Ísland - Þýskaland 23-22 Guðjón skoraði úr hraðaupphlaupi og kom Íslandi yfir. Áður hafði Ólafur komið Íslandi yfir. Í hraðaupphlaupinu braut Henning Fritz á Guðjóni og uppskar brottvísun. Bitter aftur í markið. 13.49 Ísland - Þýskaland 21-21 Kraus með sitt níunda mark fyrir Þýskaland - það verður að stöðva hann. Svo kom Logi með ótrúlega sleggju og jafnaði metin. Pascal Hens er farinn meiddur af velli. Vonum að það sé ekki alvarlegt. En Ísland er komið með boltann á ný og getur komist yfir. 13.44 Ísland - Þýskaland 20-20 Logi með sleggju eftir tvær misheppnaðar tilraunir og Alexander úr hraðaupphlaupi. Tvö íslensk mörk í röð og staðan er jöfn á ný. 13.40 Ísland - Þýskaland 18-19 Þýskaland skoraði fjögur mörk í röð í upphafi síðari hálfleiks en misstu svo mann út af. Róbert svaraði með sínu fyrsta marki í leiknum. En þá skorar Glandorf og Sverre er rekinn af velli. 13.36 Ísland - Þýskaland 17-17 Þýska liðið byrjar síðari hálfleikinn af miklum krafti. Arnór fékk fyrstu brottvísun íslensku leikmannanna. Þetta er ekki lengi að gerast. Nánar tiltekið þrjár og hálfa mínútu. 13.32 Ótrúlegur leikkafli Frá 16:55 mínútum til 27:30 skoraði Ísland átta mörk gegn einu frá Þýskalandi. Hreinlega ótrúlegur leikkafli og væntanlega einn sá besti í sögu íslenska landsliðsins. Enda verður það ekki mikið betra en það. 13.23 Ísland - Þýskaland 17-14 - hálfleikur Ótrúlegur stundarfjórðungur hjá íslenska liðinu. Ísland breytti stöðunni úr 8-12 í 17-14. Það gegn heimsmeisturunum. Þetta var gjörsamlega ótrúlegt. Hreiðar varði nokkur glæsileg skot í markinu og íslenska sóknin - sem hefur verið frábær allan leikinn - gekk á lagið. Þjóðverjar léku mjög hraðan sóknarleik í upphafi leiksins og átti íslenska vörnin í vandræðum með það. En um leið og íslensku varnarmennirnir fóru að sjá í gegnum sóknarleik þeirra hrundi sóknarleikur heimsmeistaranna eins og spilaborg. Mörk íslenska liðsins: Snorri Steinn Guðjónsson 7/3 Guðjón Valur Sigurðsson 3/3 Arnór Atlason 2/5 Ólafur Stefánsson 2/4 Alexander Petersson 2/2 Logi Geirsson 1/1 Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 4 (10, 40%, 20 mínútur) Björgvin Páll Gústavsson 1 (9, 11%, 10 mínútur) Markahæstir hjá Þjóðverjum: Michael Kraus 5 Holger Glandorf 4 13.20 Ísland - Þýskaland 16-13 Ísland vann yfirtöluna 1-0 og þá missa Þjóðverjar annan mann af velli. Guðjón Valur hefur skorað tvö í röð úr horninu. 13.17 Ísland - Þýskaland 14-13 Það er gamla sagan í yfirtölunni. Ísland tapar boltanum í sókninni og Þjóðverjar fara í hraðaupphlaup. Hreiðar varði hins vegar glæsilega frá Kehrmann. Frábær leikkafli hjá íslenska liðinu. 13.15 Ísland - Þýskaland 14-13 RAUTT!!! Christian Zeitz fékk verðskuldað rautt spjald fyrir að gefa Snorra Steini slæmt olnbogaskot. Hræðileg sjón og þvílík skömm fyrir þýska landsliðið og Zeitz. 13.14 Ísland - Þýskaland 14-13 Ísland er komið yfir í fyrsta sinn. Snorri Steinn á stórleik - 7 mörk komin og vörnin hefur verið frábær. 13.10 Ísland - Þýskaland 12-12 Jæja, loksins gengur þetta eitthvað. Hreiðar varði sitt fyrsta skot í leiknum frá Jansen í hraðaupphlaupi og Snorri Steinn skoraði hinum megin. Þrjú íslensk mörk í röð. Svo varði Hreiðar aftur og Logi skoraði strax aftur. Fjögur í röð! 13.05 Ísland - Þýskaland 10-12 Þýskaland komst í fjögurra marka forystu, 12-8. Ísland hefur klúðrað þremur hraðaupphlaupum í leiknum sem er allt of mikið. En tvö íslensk mörk í röð og Þjóðverjar taka leikhlé. 13.01 Ísland - Þýskaland 7-10 Ísland fékk tvö tækifæri til að minnka muninn í eitt mark en þess í stað auka Þjóðverjar muninn í þrjú. 12.58 Ísland - Þýskaland 6-9 Þýskaland hefur skorað þrjú mörk gegn einu og er íslenska vörnin ekki alveg að höndla þennan hraða þýska sóknarleik. Þetta er þó ekki glatað enn. 12.53 Ísland - Þýskaland 5-6 Þjóðverjar halda áfram að skora fremur ódýr mörk en Björgvin Páll varði þó sitt fyrsta skot í þessu - frá Glandorf. Ísland lætur Þýskaland ekki sleppa frá sér. 12.50 Ísland - Þýskaland 3-4 Íslenska vörnin stóðst áhlaup þýsku varnarinnar vel en í næstu sókn var dæmdur ruðningur á íslenska liðið. Pascal Hens kom svo Þjóðverjum yfir með þrumuskoti. 12.48 Ísland - Þýskaland 3-3 Leikurinn er hrikalega hraður og sóknirnar mjög stuttar. Michael Kraus er búinn að skora tvö mörk úr erfiðri stöðu. Það er ljóst að Björgvin Páll, sem byrjar í marki, þarf að ná sér vel á strik í dag. Íslenski sóknarleikurinn hefur verið góður til þessa. 12.45 Ísland - Þýskaland 0-0 Þjóðverjar byrja með boltann en Guðjón Valur er mættur til leiks í byrjunarliði íslenska liðsins. Hann var ekkert með gegn Rússum vegna meiðsla. 12.38 Suður-Kórea - Danmörk 31-30 Ótrúleg úrslit í næstsíðasta leik dagsins þar sem Suður-Kórea vann sigur á Evrópumeisturum Dana, 31-30. Danir náðu aðeins jafntefli við Egypta og standa því frekar illa að vígi. 11.59 Velkomin til leiks! Góðan dag, kæru lesendur, og velkomin til leiks hér á Vísi þar sem viðureign Íslands og Þýskalands verður lýst. Þjóðverjar eru heimsmeistarar í handbolta en náðu ekki að fylgja því eftir á EM í Noregi. Þeir vilja þó sjálfsagt ná sér í Ólympíugullið og því ekkert annað en sigur sem kemur til greina hjá þeim í dag. Í fyrsta leik sínum í Peking vann Þýskaland fjögurra marka sigur á Suður-Kóreu, 27-23, eftir að hafa verið þremur mörkum undir hálfleik. Það er því ljóst að Þjóverjarnir gefast aldrei upp frekar en áður og aldrei hægt að bóka sigur gegn þeim fyrr en leiknum er formlega lokið. Ísland vann vitanlega frábæran sigur á Rússum í fyrsta leik, 33-31, og ætla sér ekki að slá slöku við í dag. Björgvin Páll Gústavsson fagnar hér einni af markvörslu sinni í leiknum.Nordic Photos / AFPPascal Hens þurfti að fara meiddur af velli í síðari hálfleik. Hann virtist hafa meiðst illa á hné.Nordic Photos / Getty ImagesHolger Glandorf átti góðan leik með þýska liðinu og skoraði átta mörk.Nordic Photos / Getty ImagesFlorian Kehrmann reynir hér skot að marki íslenska liðsins.Nordic Photos / Getty ImagesMichael Kraus átti sannkallaðan stórleik og skoraði þrettán mörk. Hér tekur Ingimundur Ingimundarson á honum.Nordic Photos / Getty ImagesÍslenska vörnin stóð vaktina vel í dag. Vilhelm GunnarssonArnór Atlason átti góðan leik og skoraði fjögur mörk. Vilhelm GunnarssonSnorri Steinn Guðjónssno var einn allra besti leikmaður liðsins í dag. Hann skoraði átta mörk. Vilhelm GunnarssonGuðjón Valur Sigurðsson kom sterkur inn í dag eftir að hafa misst af fyrsta leiknum vegna meiðsla. Hann skoraði sjö mörk. Vilhelm GunnarssonArnór er hér í baráttunni við þýska varnarmenn. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson átti sem fyrr góðan dag. Vilhelm GunnarssonAlexander Petersson fagnar íslensku marki. Hann skoraði fimm mörk í leiknum. Vilhelm GunnarssonArnór Atlason fagnar marki. Vilhelm GunnarssonÞessi klappstýra hélt uppi stemningunni í hálfleik. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson eftir viðskipti sín við þýsku varnarmennina. Vilhelm GunnarssonLogi Geirsson undirbýr eina sleggjuna sína í dag. Hann skoraði þrjú mörk. Vilhelm GunnarssonGuðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins var eldheitur á hliðarlínunni. Vilhelm GunnarssonBjörgvin Páll Gústavsson átti góðan leik. Vilhelm GunnarssonBekkurinn fylgist gríðarlega vel með. Vilhelm GunnarssonÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Arason voru vitanlega á staðnum. Vilhelm GunnarssonArnór Atlason fagnar góðu marki. Vilhelm GunnarssonSigfús Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Snorri Steinn Guðjónsson fagna ótrúlega sætum sigri. Vilhelm GunnarssonAlexander Petersson faðmar Snorra Stein að sér. Vilhelm GunnarssonGuðjón Valur og félagar þakka fyrir sig. Vilhelm GunnarssonÞað gerðu Ólafur, Sverre og Ingimundur líka. Vilhelm Gunnarsson Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Ísland vann hreint stórkostlegan fjögurra marka sigur á heimsmeisturum Þjóðverja á Ólympíuleikunum í Peking, 33-29. Allt liðið átti stórkostlegan leik. Leikurinn var í beinni lýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur íslensku leikmannanna með átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö, Alexander Petersson fimm. Nákvæma tölfræði leiksins má lesa hér að neðan. Nú má ljóst vera að Ísland hefur tryggt sér sæti í fjórðungsúrslitum Ólympíuleikanna eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. Strax í upphafi var tóninn gefinn og leikurinn var gífurlega hraður. Þýskaland gekk á lagið í sókninni en eftir nokkrar mínútur róuðu íslensku varnarmennirnir sig og tóku almennilega á Þjóðverjunum. Eftir það var ljóst að Þýskaland var með mjög brothættan sóknarleik. Tveir leikmenn - Michael Kraus og Holger Glandorf - voru einu mennirnir sem gerðu eitthvað enda skoruðu þeir 21 mörk af 29 mörkum Þýskalands í leiknum. Eftir sautján mínútur var staðan 12-8 fyrir Þýskaland. Þá kom ótrúlegur leikkafli þar sem Ísland skoraði átta mörk gegn einu frá Þýskalandi. Staðan í hálfleik var 17-14. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Christian Zeitz að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Snorra Steini olnbogaskot og í þeim síðari misstu Þjóðverjar Pascal Hens meiddan af velli. Þeir urðu því fyrir sínum skakkaföllum. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri og voru Þjóðverjar ekki nema fjórar mínútur að éta upp forskot Íslands og komast yfir. En íslenska liðið hengdi aldrei haus og sigldi aftur fram úr, hægt og rólega. Það kom aldrei slæmur leikkafli í síðari hálfleik og allir leikmenn stóðu sig gríðarlega vel, jafnt markverðir sem og aðrir leikmenn. Markvarslan var ekki mikil í upphafi leiksins en þeir Hreiðar Guðmundsson og Björgvin Gústavsson áttu báðir góðar innkomur þegar á þurfti að halda. Íslenska vörnin var gríðarlega sterk og yfirveguð. Snorri Steinn átti sem fyrr segir annan stórleik og skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Guðjón Valur hafði hægt um sig til að byrja með en kom sterkur inn undir lok fyrri hálfleiks og skoraði svo sjö mörk í leiknum. Raunar voru allir leikmenn að standa sig gríðarlega vel og ekki veikan hlekk að finna í íslenska liðinu í dag. Tölfræði leiksins: Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 8/4 (11/4) Guðjón Valur Sigurðsson 7 (8) Alexander Petersson 5 (5) Ólafur Stefánsson 4 (6) Arnór Atlason 4 (10) Logi Geirsson 3 (6) Róbert Gunnarsson 2 (2) Ingimundur Ingimundarson (2) Skotnýting: 33/50 (66%) Vítanýting: Skorað úr 4 af 4. Varin skot: Björgvin Gústavsson 5/1 (21/3, 24%, 25 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 7 (20, 35%, 35 mínútur) Mörk úr hraðaupphlaupum: 9 (Alexander 3, Guðjón Valur 2, Arnór 2, Logi 1 og Ólafur 1). Fiskuð víti: Róbert 3 og Ingimundur 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Þýskalandi: Michael Kraus 13/2 (17/2) Holger Glandorf 8 (12) Skotnýting: 29/45 (64%) Vítanýting: Skorað úr 2 af 3. Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 Utan vallar: 12 mínútur.Rautt spjald: Christian Zeitz, 25:22. 14.15 Ísland - Þýskaland 33-29 - lokatölur Strákarnir strá salt í sár Þjóðverja og halda bara áfram að skora. Þvílíkur sigur. Þeir voru allir að standa sig ótrúlega vel og ómögulegt að taka einhvern út. Þjóðverjar áttu ekki slæman dag en Íslendingar voru einfaldlega betri. 14.12 Ísland - Þýskaland 31-27 Glandorf skorar. Hann og Kraus eru með 20 af 27 mörkum þýska liðsins. Ísland tekur langa sókn og Guðjón Valur skorar úr horninu. Yndislegt. Glandorf skýtur föstu skoti að marki en Björgvin varði. Ísland með boltann - ein og hálf eftir. Þetta er komið!!!!!!! 14.10 Ísland - Þýskaland 30-26 Þjóðverjar tapa boltanum og Arnór skorar úr hraðaupphlaupi. Orð fá þessu ekki lýst. Rúmar þrjár eftir. 14.08 Ísland - Þýskaland 29-26 Róbert af línunni og þriggja marka forysta. Stórkostlegt. Þjóðverjar taka leikhlé. Nú reynir á. Rúmar fjórar mínútur eftir. 14.06 Ísland - Þýskaland 28-26 Þrjú hraðaupphlaupsmörk í röð. Yndislegt. Það er allt að ganga upp þegar við skorum úr hraðaupphlaupum. 14.04 Ísland - Þýskaland 26-25 Kraus með sitt tólfta mark úr víti. Bitter varði frá Arnóri í næstu sókn. Þjóðverjar geta komist yfir en Björgvin varði. Alexander skorar í hraðaupphlaupi og kemur Íslandi yfir. Ótrúleg spenna. 14.01 Ísland - Þýskaland 25-24 Þvílík spenna. Tvö þýsk mörk í röð. Kraus með ellefu og Glandorf með sex. Þvílíkir leikmenn. En Ólafur er góður líka og kemur Íslandi aftur yfir. 13.56 Ísland - Þýskaland 24-22 Róbert fiskar víti og enn einn Þjóðverjann út af. Snorri skorar úr vítinu. 13.53 Ísland - Þýskaland 23-22 Guðjón skoraði úr hraðaupphlaupi og kom Íslandi yfir. Áður hafði Ólafur komið Íslandi yfir. Í hraðaupphlaupinu braut Henning Fritz á Guðjóni og uppskar brottvísun. Bitter aftur í markið. 13.49 Ísland - Þýskaland 21-21 Kraus með sitt níunda mark fyrir Þýskaland - það verður að stöðva hann. Svo kom Logi með ótrúlega sleggju og jafnaði metin. Pascal Hens er farinn meiddur af velli. Vonum að það sé ekki alvarlegt. En Ísland er komið með boltann á ný og getur komist yfir. 13.44 Ísland - Þýskaland 20-20 Logi með sleggju eftir tvær misheppnaðar tilraunir og Alexander úr hraðaupphlaupi. Tvö íslensk mörk í röð og staðan er jöfn á ný. 13.40 Ísland - Þýskaland 18-19 Þýskaland skoraði fjögur mörk í röð í upphafi síðari hálfleiks en misstu svo mann út af. Róbert svaraði með sínu fyrsta marki í leiknum. En þá skorar Glandorf og Sverre er rekinn af velli. 13.36 Ísland - Þýskaland 17-17 Þýska liðið byrjar síðari hálfleikinn af miklum krafti. Arnór fékk fyrstu brottvísun íslensku leikmannanna. Þetta er ekki lengi að gerast. Nánar tiltekið þrjár og hálfa mínútu. 13.32 Ótrúlegur leikkafli Frá 16:55 mínútum til 27:30 skoraði Ísland átta mörk gegn einu frá Þýskalandi. Hreinlega ótrúlegur leikkafli og væntanlega einn sá besti í sögu íslenska landsliðsins. Enda verður það ekki mikið betra en það. 13.23 Ísland - Þýskaland 17-14 - hálfleikur Ótrúlegur stundarfjórðungur hjá íslenska liðinu. Ísland breytti stöðunni úr 8-12 í 17-14. Það gegn heimsmeisturunum. Þetta var gjörsamlega ótrúlegt. Hreiðar varði nokkur glæsileg skot í markinu og íslenska sóknin - sem hefur verið frábær allan leikinn - gekk á lagið. Þjóðverjar léku mjög hraðan sóknarleik í upphafi leiksins og átti íslenska vörnin í vandræðum með það. En um leið og íslensku varnarmennirnir fóru að sjá í gegnum sóknarleik þeirra hrundi sóknarleikur heimsmeistaranna eins og spilaborg. Mörk íslenska liðsins: Snorri Steinn Guðjónsson 7/3 Guðjón Valur Sigurðsson 3/3 Arnór Atlason 2/5 Ólafur Stefánsson 2/4 Alexander Petersson 2/2 Logi Geirsson 1/1 Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 4 (10, 40%, 20 mínútur) Björgvin Páll Gústavsson 1 (9, 11%, 10 mínútur) Markahæstir hjá Þjóðverjum: Michael Kraus 5 Holger Glandorf 4 13.20 Ísland - Þýskaland 16-13 Ísland vann yfirtöluna 1-0 og þá missa Þjóðverjar annan mann af velli. Guðjón Valur hefur skorað tvö í röð úr horninu. 13.17 Ísland - Þýskaland 14-13 Það er gamla sagan í yfirtölunni. Ísland tapar boltanum í sókninni og Þjóðverjar fara í hraðaupphlaup. Hreiðar varði hins vegar glæsilega frá Kehrmann. Frábær leikkafli hjá íslenska liðinu. 13.15 Ísland - Þýskaland 14-13 RAUTT!!! Christian Zeitz fékk verðskuldað rautt spjald fyrir að gefa Snorra Steini slæmt olnbogaskot. Hræðileg sjón og þvílík skömm fyrir þýska landsliðið og Zeitz. 13.14 Ísland - Þýskaland 14-13 Ísland er komið yfir í fyrsta sinn. Snorri Steinn á stórleik - 7 mörk komin og vörnin hefur verið frábær. 13.10 Ísland - Þýskaland 12-12 Jæja, loksins gengur þetta eitthvað. Hreiðar varði sitt fyrsta skot í leiknum frá Jansen í hraðaupphlaupi og Snorri Steinn skoraði hinum megin. Þrjú íslensk mörk í röð. Svo varði Hreiðar aftur og Logi skoraði strax aftur. Fjögur í röð! 13.05 Ísland - Þýskaland 10-12 Þýskaland komst í fjögurra marka forystu, 12-8. Ísland hefur klúðrað þremur hraðaupphlaupum í leiknum sem er allt of mikið. En tvö íslensk mörk í röð og Þjóðverjar taka leikhlé. 13.01 Ísland - Þýskaland 7-10 Ísland fékk tvö tækifæri til að minnka muninn í eitt mark en þess í stað auka Þjóðverjar muninn í þrjú. 12.58 Ísland - Þýskaland 6-9 Þýskaland hefur skorað þrjú mörk gegn einu og er íslenska vörnin ekki alveg að höndla þennan hraða þýska sóknarleik. Þetta er þó ekki glatað enn. 12.53 Ísland - Þýskaland 5-6 Þjóðverjar halda áfram að skora fremur ódýr mörk en Björgvin Páll varði þó sitt fyrsta skot í þessu - frá Glandorf. Ísland lætur Þýskaland ekki sleppa frá sér. 12.50 Ísland - Þýskaland 3-4 Íslenska vörnin stóðst áhlaup þýsku varnarinnar vel en í næstu sókn var dæmdur ruðningur á íslenska liðið. Pascal Hens kom svo Þjóðverjum yfir með þrumuskoti. 12.48 Ísland - Þýskaland 3-3 Leikurinn er hrikalega hraður og sóknirnar mjög stuttar. Michael Kraus er búinn að skora tvö mörk úr erfiðri stöðu. Það er ljóst að Björgvin Páll, sem byrjar í marki, þarf að ná sér vel á strik í dag. Íslenski sóknarleikurinn hefur verið góður til þessa. 12.45 Ísland - Þýskaland 0-0 Þjóðverjar byrja með boltann en Guðjón Valur er mættur til leiks í byrjunarliði íslenska liðsins. Hann var ekkert með gegn Rússum vegna meiðsla. 12.38 Suður-Kórea - Danmörk 31-30 Ótrúleg úrslit í næstsíðasta leik dagsins þar sem Suður-Kórea vann sigur á Evrópumeisturum Dana, 31-30. Danir náðu aðeins jafntefli við Egypta og standa því frekar illa að vígi. 11.59 Velkomin til leiks! Góðan dag, kæru lesendur, og velkomin til leiks hér á Vísi þar sem viðureign Íslands og Þýskalands verður lýst. Þjóðverjar eru heimsmeistarar í handbolta en náðu ekki að fylgja því eftir á EM í Noregi. Þeir vilja þó sjálfsagt ná sér í Ólympíugullið og því ekkert annað en sigur sem kemur til greina hjá þeim í dag. Í fyrsta leik sínum í Peking vann Þýskaland fjögurra marka sigur á Suður-Kóreu, 27-23, eftir að hafa verið þremur mörkum undir hálfleik. Það er því ljóst að Þjóverjarnir gefast aldrei upp frekar en áður og aldrei hægt að bóka sigur gegn þeim fyrr en leiknum er formlega lokið. Ísland vann vitanlega frábæran sigur á Rússum í fyrsta leik, 33-31, og ætla sér ekki að slá slöku við í dag. Björgvin Páll Gústavsson fagnar hér einni af markvörslu sinni í leiknum.Nordic Photos / AFPPascal Hens þurfti að fara meiddur af velli í síðari hálfleik. Hann virtist hafa meiðst illa á hné.Nordic Photos / Getty ImagesHolger Glandorf átti góðan leik með þýska liðinu og skoraði átta mörk.Nordic Photos / Getty ImagesFlorian Kehrmann reynir hér skot að marki íslenska liðsins.Nordic Photos / Getty ImagesMichael Kraus átti sannkallaðan stórleik og skoraði þrettán mörk. Hér tekur Ingimundur Ingimundarson á honum.Nordic Photos / Getty ImagesÍslenska vörnin stóð vaktina vel í dag. Vilhelm GunnarssonArnór Atlason átti góðan leik og skoraði fjögur mörk. Vilhelm GunnarssonSnorri Steinn Guðjónssno var einn allra besti leikmaður liðsins í dag. Hann skoraði átta mörk. Vilhelm GunnarssonGuðjón Valur Sigurðsson kom sterkur inn í dag eftir að hafa misst af fyrsta leiknum vegna meiðsla. Hann skoraði sjö mörk. Vilhelm GunnarssonArnór er hér í baráttunni við þýska varnarmenn. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson átti sem fyrr góðan dag. Vilhelm GunnarssonAlexander Petersson fagnar íslensku marki. Hann skoraði fimm mörk í leiknum. Vilhelm GunnarssonArnór Atlason fagnar marki. Vilhelm GunnarssonÞessi klappstýra hélt uppi stemningunni í hálfleik. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson eftir viðskipti sín við þýsku varnarmennina. Vilhelm GunnarssonLogi Geirsson undirbýr eina sleggjuna sína í dag. Hann skoraði þrjú mörk. Vilhelm GunnarssonGuðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins var eldheitur á hliðarlínunni. Vilhelm GunnarssonBjörgvin Páll Gústavsson átti góðan leik. Vilhelm GunnarssonBekkurinn fylgist gríðarlega vel með. Vilhelm GunnarssonÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Arason voru vitanlega á staðnum. Vilhelm GunnarssonArnór Atlason fagnar góðu marki. Vilhelm GunnarssonSigfús Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson og Snorri Steinn Guðjónsson fagna ótrúlega sætum sigri. Vilhelm GunnarssonAlexander Petersson faðmar Snorra Stein að sér. Vilhelm GunnarssonGuðjón Valur og félagar þakka fyrir sig. Vilhelm GunnarssonÞað gerðu Ólafur, Sverre og Ingimundur líka. Vilhelm Gunnarsson
Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira