Bankaleynd ekki aflétt Ingimar Karl Helgason skrifar 26. nóvember 2008 00:01 „Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins." Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Fréttablaðsins um gögn úr bankanum. Blaðið skrifaði forsvarsmönnum Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, auk Fjármálaeftirlits (FME), viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra. Óskað var gagna eða vitneskju um útlán bankanna. Bankarnir hafa þegar svarað, og eru svörin skýr. Upplýsingar verði ekki látnar af hendi, vegna bankaleyndar. Landsbankinn og Glitnir segjast ekki munu láta af hendi nein gögn, nema til komi tilmæli frá Alþingi, í formi laga. Kaupþing bætir við að hæpið sé að lagasetning „geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga". Þá fullyrða Kaupþingsmenn að verði upplýsingar veittar, gerist starfsmenn sekir um að brjóta gegn lögum um bankaleynd og upplýsingalög. Tveggja ára fangelsi liggi við slíkum brotum. „Engin heimild er til refsilækkunar á grundvelli þess að Seðlabankastjóri telji að bankaleynd eigi ekki við um þessi mál." Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við, þegar fjallað væri um aðdraganda bankahrunsins. Hann fullyrti að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði fengið þúsund milljarða að láni hjá bönkunum. Eftirlitsaðilar hefðu „teygt sig með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér." Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankanna námu lán til venslaðra aðila um 275 milljörðum króna. Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans, sem birtar voru í upphafi vikunnar, námu lán þeirra til innlendra aðila hátt í 5.000 milljörðum króna. Um þriðjungur þess fór til eignarhaldsfélaga. Kaupþing segir í svari við fyrirspurn blaðsins, að lán til tengdra aðila hafi verið komið á framfæri við FME. Þá segir að reglur um friðhelgi um einkamálefni hafi verið kallaðar grundvallarreglur réttarríkisins. „Það ástand sem nú ríkir felur ekki í sér réttlætingu á því að slíkum reglum sé vikið til hliðar. Þvert á móti hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um slík grundvallarréttindi." Markaðir Viðskipti Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
„Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins." Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Fréttablaðsins um gögn úr bankanum. Blaðið skrifaði forsvarsmönnum Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, auk Fjármálaeftirlits (FME), viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra. Óskað var gagna eða vitneskju um útlán bankanna. Bankarnir hafa þegar svarað, og eru svörin skýr. Upplýsingar verði ekki látnar af hendi, vegna bankaleyndar. Landsbankinn og Glitnir segjast ekki munu láta af hendi nein gögn, nema til komi tilmæli frá Alþingi, í formi laga. Kaupþing bætir við að hæpið sé að lagasetning „geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga". Þá fullyrða Kaupþingsmenn að verði upplýsingar veittar, gerist starfsmenn sekir um að brjóta gegn lögum um bankaleynd og upplýsingalög. Tveggja ára fangelsi liggi við slíkum brotum. „Engin heimild er til refsilækkunar á grundvelli þess að Seðlabankastjóri telji að bankaleynd eigi ekki við um þessi mál." Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við, þegar fjallað væri um aðdraganda bankahrunsins. Hann fullyrti að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði fengið þúsund milljarða að láni hjá bönkunum. Eftirlitsaðilar hefðu „teygt sig með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér." Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankanna námu lán til venslaðra aðila um 275 milljörðum króna. Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans, sem birtar voru í upphafi vikunnar, námu lán þeirra til innlendra aðila hátt í 5.000 milljörðum króna. Um þriðjungur þess fór til eignarhaldsfélaga. Kaupþing segir í svari við fyrirspurn blaðsins, að lán til tengdra aðila hafi verið komið á framfæri við FME. Þá segir að reglur um friðhelgi um einkamálefni hafi verið kallaðar grundvallarreglur réttarríkisins. „Það ástand sem nú ríkir felur ekki í sér réttlætingu á því að slíkum reglum sé vikið til hliðar. Þvert á móti hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um slík grundvallarréttindi."
Markaðir Viðskipti Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira