Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur SB skrifar 4. júlí 2008 16:24 Sif Konráðsdóttir. Starfar nú sem lögfræðingur í Belgíu. Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. Sif hefur um árabil starfað sem réttargæslumaður barna sem hafa sætt kynferðisbrotum. Börnin eru yfirleitt undir lögaldri þegar þau fá dæmdar bætur og þá fara peningarnir inn á fjárvörslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra. Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofunni, sá um frágang á bókhaldi og rekstri Sifjar eftir að hún flutti til Belgíu. Hann segir að það hafi verið "róðarí" á rekstrinum. „Í þessu tiltekna máli var um óffjárráða skjólstæðing hennar að ræða. Bæturnar höfðu verið greiddar inn á fjárvörslureikning. Síðasta haust varð barnið átján ára gamalt og gerði því tilkall til peningana," segir Björn. Hann segir ættingjana hafa reynt að ná sambandi við Sif en án árangurs. „Þau kærðu hana því til Lögmannafélagsins," segir Björn sem náði sjálfur sambandi við Sif og fékk hana til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran var því á endanum dregin til baka. Björn tekur fram að þetta hafi hann gert í umboði Sifjar en ekki lögmannsstofunnar sem hafi ekki komið nálægt málinu. Vísir hafði samband við Martein Másson lögfræðing sem er yfir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins. Hann sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál en sagði að ef sættir náist falli rannsókn nefndarinnar niður. Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóri lögmannafélagsins, staðfesti að Sif hefði skilað inn lögmannsréttindum sínum áður en hún flutti til Belgíu. Upphæðin sem um ræðir er undir einni milljón. Hvorki Björn né aðrir þeir sem Vísir ræddu við vegna málsins gátu staðfest að peningarnir sem Sif millifærði frá Belgíu hafi verið frá henni persónulega eða bæturnar á fjárvörslureikningnum. Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. Sif hefur um árabil starfað sem réttargæslumaður barna sem hafa sætt kynferðisbrotum. Börnin eru yfirleitt undir lögaldri þegar þau fá dæmdar bætur og þá fara peningarnir inn á fjárvörslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra. Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofunni, sá um frágang á bókhaldi og rekstri Sifjar eftir að hún flutti til Belgíu. Hann segir að það hafi verið "róðarí" á rekstrinum. „Í þessu tiltekna máli var um óffjárráða skjólstæðing hennar að ræða. Bæturnar höfðu verið greiddar inn á fjárvörslureikning. Síðasta haust varð barnið átján ára gamalt og gerði því tilkall til peningana," segir Björn. Hann segir ættingjana hafa reynt að ná sambandi við Sif en án árangurs. „Þau kærðu hana því til Lögmannafélagsins," segir Björn sem náði sjálfur sambandi við Sif og fékk hana til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran var því á endanum dregin til baka. Björn tekur fram að þetta hafi hann gert í umboði Sifjar en ekki lögmannsstofunnar sem hafi ekki komið nálægt málinu. Vísir hafði samband við Martein Másson lögfræðing sem er yfir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins. Hann sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál en sagði að ef sættir náist falli rannsókn nefndarinnar niður. Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóri lögmannafélagsins, staðfesti að Sif hefði skilað inn lögmannsréttindum sínum áður en hún flutti til Belgíu. Upphæðin sem um ræðir er undir einni milljón. Hvorki Björn né aðrir þeir sem Vísir ræddu við vegna málsins gátu staðfest að peningarnir sem Sif millifærði frá Belgíu hafi verið frá henni persónulega eða bæturnar á fjárvörslureikningnum.
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira