Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur SB skrifar 4. júlí 2008 16:24 Sif Konráðsdóttir. Starfar nú sem lögfræðingur í Belgíu. Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. Sif hefur um árabil starfað sem réttargæslumaður barna sem hafa sætt kynferðisbrotum. Börnin eru yfirleitt undir lögaldri þegar þau fá dæmdar bætur og þá fara peningarnir inn á fjárvörslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra. Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofunni, sá um frágang á bókhaldi og rekstri Sifjar eftir að hún flutti til Belgíu. Hann segir að það hafi verið "róðarí" á rekstrinum. „Í þessu tiltekna máli var um óffjárráða skjólstæðing hennar að ræða. Bæturnar höfðu verið greiddar inn á fjárvörslureikning. Síðasta haust varð barnið átján ára gamalt og gerði því tilkall til peningana," segir Björn. Hann segir ættingjana hafa reynt að ná sambandi við Sif en án árangurs. „Þau kærðu hana því til Lögmannafélagsins," segir Björn sem náði sjálfur sambandi við Sif og fékk hana til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran var því á endanum dregin til baka. Björn tekur fram að þetta hafi hann gert í umboði Sifjar en ekki lögmannsstofunnar sem hafi ekki komið nálægt málinu. Vísir hafði samband við Martein Másson lögfræðing sem er yfir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins. Hann sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál en sagði að ef sættir náist falli rannsókn nefndarinnar niður. Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóri lögmannafélagsins, staðfesti að Sif hefði skilað inn lögmannsréttindum sínum áður en hún flutti til Belgíu. Upphæðin sem um ræðir er undir einni milljón. Hvorki Björn né aðrir þeir sem Vísir ræddu við vegna málsins gátu staðfest að peningarnir sem Sif millifærði frá Belgíu hafi verið frá henni persónulega eða bæturnar á fjárvörslureikningnum. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. Sif hefur um árabil starfað sem réttargæslumaður barna sem hafa sætt kynferðisbrotum. Börnin eru yfirleitt undir lögaldri þegar þau fá dæmdar bætur og þá fara peningarnir inn á fjárvörslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra. Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofunni, sá um frágang á bókhaldi og rekstri Sifjar eftir að hún flutti til Belgíu. Hann segir að það hafi verið "róðarí" á rekstrinum. „Í þessu tiltekna máli var um óffjárráða skjólstæðing hennar að ræða. Bæturnar höfðu verið greiddar inn á fjárvörslureikning. Síðasta haust varð barnið átján ára gamalt og gerði því tilkall til peningana," segir Björn. Hann segir ættingjana hafa reynt að ná sambandi við Sif en án árangurs. „Þau kærðu hana því til Lögmannafélagsins," segir Björn sem náði sjálfur sambandi við Sif og fékk hana til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran var því á endanum dregin til baka. Björn tekur fram að þetta hafi hann gert í umboði Sifjar en ekki lögmannsstofunnar sem hafi ekki komið nálægt málinu. Vísir hafði samband við Martein Másson lögfræðing sem er yfir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins. Hann sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál en sagði að ef sættir náist falli rannsókn nefndarinnar niður. Ingimar Ingimarsson, framkvæmdastjóri lögmannafélagsins, staðfesti að Sif hefði skilað inn lögmannsréttindum sínum áður en hún flutti til Belgíu. Upphæðin sem um ræðir er undir einni milljón. Hvorki Björn né aðrir þeir sem Vísir ræddu við vegna málsins gátu staðfest að peningarnir sem Sif millifærði frá Belgíu hafi verið frá henni persónulega eða bæturnar á fjárvörslureikningnum.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira