Leikjunum þremur sem hófust klukkan 16:00 í 1. deild karla í knattspyrnu er lokið. Víkingur R sigraði KA 3-1 á heimavelli þar sem Jón Guðbrandsson skoraði tvívegis fyrir heimamenn og Sinisa Kekic þriðja markið.
Víkingur Ólafsvík lagði Njarðvík 1-0 og þá vann Stjarnan 2-1 heima sigur á KS/Leiftri þar sem Zoran Stojanovic skoraði bæði mörk heimamanna.