Í hádeginu var dregið í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ.
Landsbankadeildarliðin tólf koma þá inn í keppnina. Hér að neðan má sjá dráttinn í heild sinni en leikirnir fara flestir fram 18. og 19. júní.
Þróttur mætir Fylki og HK fær ÍA í heimsókn en það eru einu innbyrðis leikirnir milli úrvalsdeildarliða.
32-liða úrslit VISA-bikars karla:
Víðir - Þróttur Vogum
HK - ÍA
Þór - Valur
Breiðablik - KA
Þróttur R. - Fylkir
Fjölnir - KFS
Reynir S. - Sindri
KR - KB
Fram - Hvöt
Haukar - Berserkir
Keflavík - Stjarnan
Hamar - Selfoss
ÍBV - Leiknir Reykjavík
Grindavík - Höttur
Fjarðabyggð - FH
Víkingur R. - Grótta