Ísland er áfram í 85. sæti á styrkleikalista FIFA og Coca Cola, sama sæti og liðið var í síðasta mánuði. Libía, Katar, Albanía og Óman eru í næstu sætum á undan Íslandi.
Argentína er enn í efsta sæti listans og hefur aukið forystu sína á Brasilíu sem er í öðru sætinu. Englendingar eru aftur komnir á topp 10 listann, hækka sig um tvö sæti og eru í því níunda.
Filippseyjar eru hástökkvarar listans, fara upp um sautján sæti og sitja í 170. sæti.