José Antonio Camacho var í dag ráðinn þjálfari Osasuna á Spáni. Hann tekur við af Jose Angel Ziganda sem látinn var taka pokann sinn vegna dapurs árangurs.
Osasuna er enn án sigurs og situr í sextánda sæti spænsku deildarinnar. Camacho er 53 ára en hann þjálfaði síðast Benfica. Einnig hefur hann verið við stjórnvölinn hjá Real Madrid og spænska landsliðinu.