Boston og Lakers leika til úrslita 31. maí 2008 04:50 Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Boston var skrefinu á undan í jöfnum fyrri hálfleik í nótt, en Detroit náði undirtökunum í þeim síðari. Heimamenn náðu mest 10 stiga forskoti um miðbik síðari hálfleiksins, en þá gáfu Boston-menn í og unnu lokaleikhlutann 29-13. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston, Ray Allen skoraði 17 stig og Kevin Garnett 16. Þessir þrír leikmenn hafa farið fyrir liði Boston í allan vetur og þeir eru nú allir að leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti á ferlinum. "Þetta er ótrúlegt. Við höfum ekki sofið í fjóra eða fimm daga og nú erum við komnir í úrslitin. Ég vona bara að við náum að sofa eitthvað þangað til. Við erum alveg búnir á því tilfinningalega. Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga í raðir Boston. Nú verðum við bara að klára verkefnið," sagði Kevin Garnett ánægður eftir leikinn. Chauncey Billups reyndi hvað hann gat til að fara fyrir lemstruðu liði Pistons og skoraði 29 stig, Richard Hamilton skoraði 21 stig, en aðrir menn voru einfaldlega langt undir pari hjá Pistons. Það verða því gömlu erkifjendurnir Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti í tvo áratugi og segja má að hér sé um draumaúrslitaeinvígi að ræða. Bæði lið eiga sér fjölmarga stuðningsmenn hér á Íslandi sem annars staðar og því er hætt við að margir muni leggja á sig andvökunætur yfir úrslitaeinvígi liðanna sem hefst næsta fimmtudagskvöld. Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Segja má að Boston hafi farið erfiðu leiðina í gegn um Austurdeildina í úrslitakeppninni. Liðið þurfti 7 leiki til að slá lið Atlanta út í fyrstu umferðinni og sömu sögu var að segja um aðra umferðina þegar liðið sló Cleveland út í oddaleik. Liðið hafði því ekki unnið útileik þegar kom að einvíginu við Detroit og margir spáðu að Boston-liðið myndi falla saman eftir að það tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á heimavelli í leik tvö. Liðið þjappaði sér hinsvegar saman og vann tvo leiki á útivelli gegn Detroit. Boston er nú að fara í lokaúrslitin í fyrsta skipti síðan árið 1987, en liðið mætti þá einmitt LA Lakers. Það var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mættust í úrslitum, enda voru þetta sterkustu liðin í NBA deildinni á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson fremsta í flokki. "Maður ólst upp við að horfa á þessi frábæru einvígi í sjónvarpinu þegar maður var krakki og það er því rosalega sætt að fá tækifæri til að endurvekja þessa rimmu og fá að vera partur af sögunni," sagði kampakátur Paul Pierce eftir leikinn. NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira
Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Boston var skrefinu á undan í jöfnum fyrri hálfleik í nótt, en Detroit náði undirtökunum í þeim síðari. Heimamenn náðu mest 10 stiga forskoti um miðbik síðari hálfleiksins, en þá gáfu Boston-menn í og unnu lokaleikhlutann 29-13. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston, Ray Allen skoraði 17 stig og Kevin Garnett 16. Þessir þrír leikmenn hafa farið fyrir liði Boston í allan vetur og þeir eru nú allir að leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti á ferlinum. "Þetta er ótrúlegt. Við höfum ekki sofið í fjóra eða fimm daga og nú erum við komnir í úrslitin. Ég vona bara að við náum að sofa eitthvað þangað til. Við erum alveg búnir á því tilfinningalega. Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga í raðir Boston. Nú verðum við bara að klára verkefnið," sagði Kevin Garnett ánægður eftir leikinn. Chauncey Billups reyndi hvað hann gat til að fara fyrir lemstruðu liði Pistons og skoraði 29 stig, Richard Hamilton skoraði 21 stig, en aðrir menn voru einfaldlega langt undir pari hjá Pistons. Það verða því gömlu erkifjendurnir Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti í tvo áratugi og segja má að hér sé um draumaúrslitaeinvígi að ræða. Bæði lið eiga sér fjölmarga stuðningsmenn hér á Íslandi sem annars staðar og því er hætt við að margir muni leggja á sig andvökunætur yfir úrslitaeinvígi liðanna sem hefst næsta fimmtudagskvöld. Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Segja má að Boston hafi farið erfiðu leiðina í gegn um Austurdeildina í úrslitakeppninni. Liðið þurfti 7 leiki til að slá lið Atlanta út í fyrstu umferðinni og sömu sögu var að segja um aðra umferðina þegar liðið sló Cleveland út í oddaleik. Liðið hafði því ekki unnið útileik þegar kom að einvíginu við Detroit og margir spáðu að Boston-liðið myndi falla saman eftir að það tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á heimavelli í leik tvö. Liðið þjappaði sér hinsvegar saman og vann tvo leiki á útivelli gegn Detroit. Boston er nú að fara í lokaúrslitin í fyrsta skipti síðan árið 1987, en liðið mætti þá einmitt LA Lakers. Það var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mættust í úrslitum, enda voru þetta sterkustu liðin í NBA deildinni á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson fremsta í flokki. "Maður ólst upp við að horfa á þessi frábæru einvígi í sjónvarpinu þegar maður var krakki og það er því rosalega sætt að fá tækifæri til að endurvekja þessa rimmu og fá að vera partur af sögunni," sagði kampakátur Paul Pierce eftir leikinn.
NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira