Boston og Lakers leika til úrslita 31. maí 2008 04:50 Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Boston var skrefinu á undan í jöfnum fyrri hálfleik í nótt, en Detroit náði undirtökunum í þeim síðari. Heimamenn náðu mest 10 stiga forskoti um miðbik síðari hálfleiksins, en þá gáfu Boston-menn í og unnu lokaleikhlutann 29-13. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston, Ray Allen skoraði 17 stig og Kevin Garnett 16. Þessir þrír leikmenn hafa farið fyrir liði Boston í allan vetur og þeir eru nú allir að leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti á ferlinum. "Þetta er ótrúlegt. Við höfum ekki sofið í fjóra eða fimm daga og nú erum við komnir í úrslitin. Ég vona bara að við náum að sofa eitthvað þangað til. Við erum alveg búnir á því tilfinningalega. Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga í raðir Boston. Nú verðum við bara að klára verkefnið," sagði Kevin Garnett ánægður eftir leikinn. Chauncey Billups reyndi hvað hann gat til að fara fyrir lemstruðu liði Pistons og skoraði 29 stig, Richard Hamilton skoraði 21 stig, en aðrir menn voru einfaldlega langt undir pari hjá Pistons. Það verða því gömlu erkifjendurnir Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti í tvo áratugi og segja má að hér sé um draumaúrslitaeinvígi að ræða. Bæði lið eiga sér fjölmarga stuðningsmenn hér á Íslandi sem annars staðar og því er hætt við að margir muni leggja á sig andvökunætur yfir úrslitaeinvígi liðanna sem hefst næsta fimmtudagskvöld. Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Segja má að Boston hafi farið erfiðu leiðina í gegn um Austurdeildina í úrslitakeppninni. Liðið þurfti 7 leiki til að slá lið Atlanta út í fyrstu umferðinni og sömu sögu var að segja um aðra umferðina þegar liðið sló Cleveland út í oddaleik. Liðið hafði því ekki unnið útileik þegar kom að einvíginu við Detroit og margir spáðu að Boston-liðið myndi falla saman eftir að það tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á heimavelli í leik tvö. Liðið þjappaði sér hinsvegar saman og vann tvo leiki á útivelli gegn Detroit. Boston er nú að fara í lokaúrslitin í fyrsta skipti síðan árið 1987, en liðið mætti þá einmitt LA Lakers. Það var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mættust í úrslitum, enda voru þetta sterkustu liðin í NBA deildinni á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson fremsta í flokki. "Maður ólst upp við að horfa á þessi frábæru einvígi í sjónvarpinu þegar maður var krakki og það er því rosalega sætt að fá tækifæri til að endurvekja þessa rimmu og fá að vera partur af sögunni," sagði kampakátur Paul Pierce eftir leikinn. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Boston var skrefinu á undan í jöfnum fyrri hálfleik í nótt, en Detroit náði undirtökunum í þeim síðari. Heimamenn náðu mest 10 stiga forskoti um miðbik síðari hálfleiksins, en þá gáfu Boston-menn í og unnu lokaleikhlutann 29-13. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston, Ray Allen skoraði 17 stig og Kevin Garnett 16. Þessir þrír leikmenn hafa farið fyrir liði Boston í allan vetur og þeir eru nú allir að leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti á ferlinum. "Þetta er ótrúlegt. Við höfum ekki sofið í fjóra eða fimm daga og nú erum við komnir í úrslitin. Ég vona bara að við náum að sofa eitthvað þangað til. Við erum alveg búnir á því tilfinningalega. Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga í raðir Boston. Nú verðum við bara að klára verkefnið," sagði Kevin Garnett ánægður eftir leikinn. Chauncey Billups reyndi hvað hann gat til að fara fyrir lemstruðu liði Pistons og skoraði 29 stig, Richard Hamilton skoraði 21 stig, en aðrir menn voru einfaldlega langt undir pari hjá Pistons. Það verða því gömlu erkifjendurnir Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti í tvo áratugi og segja má að hér sé um draumaúrslitaeinvígi að ræða. Bæði lið eiga sér fjölmarga stuðningsmenn hér á Íslandi sem annars staðar og því er hætt við að margir muni leggja á sig andvökunætur yfir úrslitaeinvígi liðanna sem hefst næsta fimmtudagskvöld. Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Segja má að Boston hafi farið erfiðu leiðina í gegn um Austurdeildina í úrslitakeppninni. Liðið þurfti 7 leiki til að slá lið Atlanta út í fyrstu umferðinni og sömu sögu var að segja um aðra umferðina þegar liðið sló Cleveland út í oddaleik. Liðið hafði því ekki unnið útileik þegar kom að einvíginu við Detroit og margir spáðu að Boston-liðið myndi falla saman eftir að það tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á heimavelli í leik tvö. Liðið þjappaði sér hinsvegar saman og vann tvo leiki á útivelli gegn Detroit. Boston er nú að fara í lokaúrslitin í fyrsta skipti síðan árið 1987, en liðið mætti þá einmitt LA Lakers. Það var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mættust í úrslitum, enda voru þetta sterkustu liðin í NBA deildinni á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson fremsta í flokki. "Maður ólst upp við að horfa á þessi frábæru einvígi í sjónvarpinu þegar maður var krakki og það er því rosalega sætt að fá tækifæri til að endurvekja þessa rimmu og fá að vera partur af sögunni," sagði kampakátur Paul Pierce eftir leikinn.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira