Lagaprófessor telur dóm Birgis í Færeyjum þungan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. apríl 2008 00:01 Birgir Páll og Olavur Jákup Kristoffersen verjandi hans í réttarsal. TEIKNING: JANUS GUTTESEN Birgir Páll Marteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í Færeyjum með aðild að Pólstjörnumálinu. Dómur féll um miðnætti á föstudag en fyrr um kvöldið var hann fundinn sekur, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Þá var hann dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Birgir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september í fyrra. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist refsingin vera þung. „Ég efast um að dómstólar hér heima hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. Ég þekki náttúrlega ekki málavexti, en miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru sjö ár nokkuð vel í lagt. Vel má vera að eitthvað í röksemdum réttlæti það, en mér finnst dómurinn þungur,“ segir Sigurður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið mjög brugðið þegar dómurinn var kveðinn upp. Félagar hans, sem dæmdir voru í málinu hér heima, vonuðu að hann fengi ekki meira en þriggja ára dóm. Í viðtali við færeyska útvarpið sagði hann að sér væri sárast um endurkomubannið til Færeyja, því þar liði honum best. Birgir Páll var dæmdur fyrir að hafa haft um fjörutíu kíló af fíkniefnum í sinni vörslu þann tíma sem Pólstjarnan var við festar í Færeyjum og að hafa aðstoðað við að koma þeim aftur um borð í skútuna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum, amfetamíni og dufti til e-töflugerðar, sem hann ætlaði að koma til óþekkts aðila. Hann var sýknaður af aðkomu að skipulagi smyglsins. Fróðlegt er að bera saman dóm Birgis og þeirra aðila Pólstjörnumálsins sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birgir fær jafnlangan dóm og Alvar Óskarsson, en hann sigldi skútunni frá Danmörku til Íslands, með viðkomu í Færeyjum, ásamt Guðbjarna Traustasyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til sjö ára og fimm mánaða fangavistar. Birgir Páll var í Færeyjum sýknaður af því að hafa vitað af efnunum frá Danmörku til Færeyja, en bæði Guðbjarni og Alvar voru fundnir sekir um aðild að skipulagi smyglsins. Verjendur Birgis hafa tvær vikur til að ákveða hvort áfrýjað verði. Það á eingöngu við um lengd refsingar, því óheimilt er að áfrýja dómi um sýknu eða sekt. Ólíklegt verður að teljast að ákæruvaldið áfrýi. Pólstjörnumálið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Birgir Páll Marteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í Færeyjum með aðild að Pólstjörnumálinu. Dómur féll um miðnætti á föstudag en fyrr um kvöldið var hann fundinn sekur, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Þá var hann dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Birgir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september í fyrra. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist refsingin vera þung. „Ég efast um að dómstólar hér heima hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. Ég þekki náttúrlega ekki málavexti, en miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru sjö ár nokkuð vel í lagt. Vel má vera að eitthvað í röksemdum réttlæti það, en mér finnst dómurinn þungur,“ segir Sigurður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið mjög brugðið þegar dómurinn var kveðinn upp. Félagar hans, sem dæmdir voru í málinu hér heima, vonuðu að hann fengi ekki meira en þriggja ára dóm. Í viðtali við færeyska útvarpið sagði hann að sér væri sárast um endurkomubannið til Færeyja, því þar liði honum best. Birgir Páll var dæmdur fyrir að hafa haft um fjörutíu kíló af fíkniefnum í sinni vörslu þann tíma sem Pólstjarnan var við festar í Færeyjum og að hafa aðstoðað við að koma þeim aftur um borð í skútuna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum, amfetamíni og dufti til e-töflugerðar, sem hann ætlaði að koma til óþekkts aðila. Hann var sýknaður af aðkomu að skipulagi smyglsins. Fróðlegt er að bera saman dóm Birgis og þeirra aðila Pólstjörnumálsins sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birgir fær jafnlangan dóm og Alvar Óskarsson, en hann sigldi skútunni frá Danmörku til Íslands, með viðkomu í Færeyjum, ásamt Guðbjarna Traustasyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til sjö ára og fimm mánaða fangavistar. Birgir Páll var í Færeyjum sýknaður af því að hafa vitað af efnunum frá Danmörku til Færeyja, en bæði Guðbjarni og Alvar voru fundnir sekir um aðild að skipulagi smyglsins. Verjendur Birgis hafa tvær vikur til að ákveða hvort áfrýjað verði. Það á eingöngu við um lengd refsingar, því óheimilt er að áfrýja dómi um sýknu eða sekt. Ólíklegt verður að teljast að ákæruvaldið áfrýi.
Pólstjörnumálið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira