Stærsta sjónvarpsíþróttahelgi sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2008 14:03 Um helgina ræðst hverjir verða Englandsmeistarar í knattspyrnu. Nordic Photos / Getty Images Framundan er risaíþróttahelgi en fjöldi íþróttaviðburða verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 um helgina. Íslandsmótið í knattspyrnu, Landsbankadeild karla, fer af stað um helgina og verður opnunarleikur mótsins, viðureign Keflavíkur og Vals, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16.15 á laugardaginn. Á sunnudaginn fer svo fram lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og verða sex leikir í beinni útsendingu samtímis á sunnudaginn á Stöð 2 Sport 2 og hliðarrásum hennar. Þá má ekki gleyma 442 þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Þar að auki er úrslitakeppnin í ensku B-deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni að hefjast og verður leikur Crystal Palace og Bristol City í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Það er svo boðið upp á fjögurra daga Formúluveislu í Tyrklandi um helgina en keppnin sjálf verður á sunnudaginn. Stærsta mótið á bandarísku mótaröðinni í golfi, The Players Championship, er einnig á dagskrá um helgina og verður sýnt beint frá keppninni á föstudag, laugardag og sunnudag. NBA-úrslitakeppnin er í fullum gangi og hefur sjaldan verið eins skemmtileg. LA Lakers hefur enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni en mæta nú á sterkasta heimavöll deildarinnar í vetur þar sem gestgjafarnir verða Utah Jazz. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. Að venju verður sýnt frá spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en annað spænskt lið, Ciudad Real, verður í eldlínunni á sunnudaginn er þeir mæta til Kiel í Þýskalandi í síðari viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel vann fyrri viðureignina á Spáni og verður því á brattann að sækja fyrir Ólaf Stefánsson og félaga. Það mun því varla gefast tími til að standa upp úr sófanum fyrir íþróttafíkla um helgina, nema þá helst til að skella sér á völlinn á laugardaginn. Erlendar Innlendar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri Sjá meira
Framundan er risaíþróttahelgi en fjöldi íþróttaviðburða verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 um helgina. Íslandsmótið í knattspyrnu, Landsbankadeild karla, fer af stað um helgina og verður opnunarleikur mótsins, viðureign Keflavíkur og Vals, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16.15 á laugardaginn. Á sunnudaginn fer svo fram lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og verða sex leikir í beinni útsendingu samtímis á sunnudaginn á Stöð 2 Sport 2 og hliðarrásum hennar. Þá má ekki gleyma 442 þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Þar að auki er úrslitakeppnin í ensku B-deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni að hefjast og verður leikur Crystal Palace og Bristol City í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Það er svo boðið upp á fjögurra daga Formúluveislu í Tyrklandi um helgina en keppnin sjálf verður á sunnudaginn. Stærsta mótið á bandarísku mótaröðinni í golfi, The Players Championship, er einnig á dagskrá um helgina og verður sýnt beint frá keppninni á föstudag, laugardag og sunnudag. NBA-úrslitakeppnin er í fullum gangi og hefur sjaldan verið eins skemmtileg. LA Lakers hefur enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni en mæta nú á sterkasta heimavöll deildarinnar í vetur þar sem gestgjafarnir verða Utah Jazz. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. Að venju verður sýnt frá spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en annað spænskt lið, Ciudad Real, verður í eldlínunni á sunnudaginn er þeir mæta til Kiel í Þýskalandi í síðari viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel vann fyrri viðureignina á Spáni og verður því á brattann að sækja fyrir Ólaf Stefánsson og félaga. Það mun því varla gefast tími til að standa upp úr sófanum fyrir íþróttafíkla um helgina, nema þá helst til að skella sér á völlinn á laugardaginn.
Erlendar Innlendar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri Sjá meira