Erlent

Voru risaeðlurnar bara heppnar?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Ýmislegt þykir benda til þess að yfirburðastaða risaeðla á jörðinni fyrir rúmum 200 milljónum ára hafi verið hrein tilviljun.

Steingervingafræðingar við Columbia-háskólann í New York hafa leitt líkum að því að löngu útdauð dýrategund, forfeður krókódíla, hafi verið nánast jafnatkvæðamikil og risaeðlurnar á sínum tíma. Rannsóknir á steingerðum leyfum 64 tegunda af risaeðlum og keppinauta þeirra hafa leitt í ljós að frumkrókódílar þessir voru ekki bara að mörgu leyti líkamlega hæfari en eðlurnar heldur hafa þeir ef að líkum lætur einnig verið fleiri á tímabili.

Steingervingafræðingurinn Thomas Holtz spyr því hvernig á því standi eiginlega að risaeðlurnar hafi orðið ráðandi tegund þær 30 milljónir ára sem báðar tegundirnar deildu jörðinni. Þessar skepnur þróuðust á svipuðum hraða og báðar tegundirnar höfðu burði til að verða sterkari. Um það má deila hvort kenning Holtz teljist hávísindaleg en hann telur risaeðlurnar hreinlega hafa verið heppnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×