Það er þegar ljóst að það verður Serbi og Rússi sem mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna á opna franska meistaramótinu í tennis.
Efsti keppandinn á styrkleikalista mótsins, Maria Sharapova frá Rússlandi, er dottin úr leik en annar Rússi hefur tekið hennar stað í undanúrslitum. Sú heitir Dinara Safina og sló Sharapovu út í 16-manna úrslitum.
Safina vann svo annan rússneskan keppanda í fjórðungsúrslitum, Elenu Dementievu, og mætir svo enn einum Rússanum í undanúrslitum - Svetlönu Kuznetsovu.
Kuznetsova er í fjórða sæti á styrkleikalista mótsins og kemur því ekki á óvart að hún komst í undanúrslit.
Hið sama má segja um Serbana í hinni undanúrslitaviðureigninni. Það eru Ana Ivanovic (2. sæti) og Jelena Kankovic (3. sæti).
Undnanúrslitin fara fram á morgun og úrslitin á laugardaginn.
