Fótbolti

Huntelaar stóðst læknisskoðun

Huntelaar hefur lengi verið orðaður við nokkur af stórliðum Evrópu
Huntelaar hefur lengi verið orðaður við nokkur af stórliðum Evrópu Nordic Photos / Getty Images

Hollenski landsliðsmaðurinn Klaas Jan Huntelaar stóðst í dag læknisskoðun hjá Real Madrid á Spáni og því er ekkert því til fyrirstöðu að hann gangi í raðir spænska stórliðsins í janúar.

Huntelaar hefur verið úr leik hjá liði sínu Ajax síðan snemma í síðasta mánuði vegna ökklameiðsla, en þau komu ekki í veg fyrir að kappinn kæmist í gegn um læknisskoðunina á Spáni í dag.

Huntelaar er 25 ára gamall framherji og verður kynntur formlega til leiks hjá Real á morgun. Hann mun væntanlega fá það verkefni að leysa landa sinn Ruud Van Nistelrooy af hólmi eftir áramótin, en Nistelrooy fór nýverið í hnéuppskurð og verður frá keppni næstu mánuði.

Forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefur lýst því yfir að hann sé með annan ungan leikmann í sigtinu sem hann ætli að landa í janúarglugganum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×