Spennandi haust fram undan 4. september 2008 06:00 Vadim Repin fiðluleikari Kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Síðasta áætlaða starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói hefst með glæsibrag í kvöld þegar einn fremsti fiðluleikari heims kemur fram með hljómsveitinni og leikur fiðlukonsert Tsjajkovskís. Fiðluleikarinn sem um ræðir er enginn annar en Vadim Repim. Hann hóf ungur tónlistarnám í Síberíu og vann til gullverðlauna í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni aðeins ellefu ára gamall. Hann var yngsti sigurvegari í sögu Queen Elizabeth-keppninnar í Brussel aðeins átján ára gamall árið 1989. Repin hefur komið fram á tónleikum með öllum helstu hljómsveitum heims, og lék meðal annars einleik með Berlínarfílharmóníunni og Sir Simon Rattle á hinum frægu Evróputónleikum hljómsveitarinnar í Sankti Pétursborg nú í ár. Repin er á samningi hjá Deutsche Grammophon og hafa hljómdiskar hans fengið frábæra dóma gagnrýnenda um allan heim. Þetta er í fyrsta sinn sem Repin leikur á Íslandi. Eins og nærri má geta er koma Repins mikill fengur fyrir íslenska tónlistarunnendur þar sem hér er á ferðinni sannkölluð stórstjarna á hátindi ferlis síns, og því í raun einstakt tækifæri fyrir alla sem unna fiðluleik í hæsta gæðaflokki. Fiðlukonsert Tsjajkovskís er eitt af dáðustu verkum þessa rússneska meistara og er þá mikið sagt. Auk konsertsins er á efnisskránni forleikurinn Rómeó og Júlía, einnig eftir Tsjajkovskí, og sinfónía nr. 2 eftir franska tónsmiðinn Vincent D'Indy, en hljómsveitin vinnur nú að upptökum verka hans fyrir Chandos-útgáfuna. Fyrsti diskurinn með verkum Frakkans kom út fyrir nokkru og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Stjórnandi á þessum spennandi tónleikum er aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, Rumon Gamba. Auk þessara tónleika er ýmislegt áhugavert á döfinni hjá Sinfóníuhljómsveitinni á næstunni. Í október heldur hljómsveitin í tónleikaferð til Japans þar sem hún mun meðal annars leika allar sinfóníur Sibeliusar og heldur auk þess tónleika með íslenskri tónlist í tónleikasalnum Sumida Triphony í Tókýó. Íslenskir tónleikagestir munu fá að heyra allt þetta áður en haldið verður af stað. Á tónleikunum 26. september flytur hljómsveitin sérlega áhugaverða íslenska efnisskrá með verkum eftir Jón Leifs, Jórunni Viðar, Hafliða Hallgrímsson, Áskel Másson, Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson. Í byrjun október gefst svo færi á að heyra hljómsveitina flytja tónlist með austurlensku ívafi. Claude Debussy heillaðist af gamelan-slagverkshópnum sem kom frá Balí til Parísar árið 1889, og síðan hafa fjölmörg tónskáld nýtt sér heillandi og dulúðlegan tónaheim austursins í verkum sínum. Á efnisskrá Sinfóníhljómsveitarinnar 2. október verða flutt La Mer eftir Debussy og hinn sprellfjörugi konsert fyrir tvö píanó eftir Poulenc, auk verka eftir Colin McPhee og Nico Muhly. Það er því ljóst að unnendur sígildrar tónlistar þurfa ekki að kvíða haustinu. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar með Vadim Repin hefjast kl. 19.30 í kvöld. vigdis@frettabladid.is Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Síðasta áætlaða starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói hefst með glæsibrag í kvöld þegar einn fremsti fiðluleikari heims kemur fram með hljómsveitinni og leikur fiðlukonsert Tsjajkovskís. Fiðluleikarinn sem um ræðir er enginn annar en Vadim Repim. Hann hóf ungur tónlistarnám í Síberíu og vann til gullverðlauna í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni aðeins ellefu ára gamall. Hann var yngsti sigurvegari í sögu Queen Elizabeth-keppninnar í Brussel aðeins átján ára gamall árið 1989. Repin hefur komið fram á tónleikum með öllum helstu hljómsveitum heims, og lék meðal annars einleik með Berlínarfílharmóníunni og Sir Simon Rattle á hinum frægu Evróputónleikum hljómsveitarinnar í Sankti Pétursborg nú í ár. Repin er á samningi hjá Deutsche Grammophon og hafa hljómdiskar hans fengið frábæra dóma gagnrýnenda um allan heim. Þetta er í fyrsta sinn sem Repin leikur á Íslandi. Eins og nærri má geta er koma Repins mikill fengur fyrir íslenska tónlistarunnendur þar sem hér er á ferðinni sannkölluð stórstjarna á hátindi ferlis síns, og því í raun einstakt tækifæri fyrir alla sem unna fiðluleik í hæsta gæðaflokki. Fiðlukonsert Tsjajkovskís er eitt af dáðustu verkum þessa rússneska meistara og er þá mikið sagt. Auk konsertsins er á efnisskránni forleikurinn Rómeó og Júlía, einnig eftir Tsjajkovskí, og sinfónía nr. 2 eftir franska tónsmiðinn Vincent D'Indy, en hljómsveitin vinnur nú að upptökum verka hans fyrir Chandos-útgáfuna. Fyrsti diskurinn með verkum Frakkans kom út fyrir nokkru og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Stjórnandi á þessum spennandi tónleikum er aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, Rumon Gamba. Auk þessara tónleika er ýmislegt áhugavert á döfinni hjá Sinfóníuhljómsveitinni á næstunni. Í október heldur hljómsveitin í tónleikaferð til Japans þar sem hún mun meðal annars leika allar sinfóníur Sibeliusar og heldur auk þess tónleika með íslenskri tónlist í tónleikasalnum Sumida Triphony í Tókýó. Íslenskir tónleikagestir munu fá að heyra allt þetta áður en haldið verður af stað. Á tónleikunum 26. september flytur hljómsveitin sérlega áhugaverða íslenska efnisskrá með verkum eftir Jón Leifs, Jórunni Viðar, Hafliða Hallgrímsson, Áskel Másson, Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson. Í byrjun október gefst svo færi á að heyra hljómsveitina flytja tónlist með austurlensku ívafi. Claude Debussy heillaðist af gamelan-slagverkshópnum sem kom frá Balí til Parísar árið 1889, og síðan hafa fjölmörg tónskáld nýtt sér heillandi og dulúðlegan tónaheim austursins í verkum sínum. Á efnisskrá Sinfóníhljómsveitarinnar 2. október verða flutt La Mer eftir Debussy og hinn sprellfjörugi konsert fyrir tvö píanó eftir Poulenc, auk verka eftir Colin McPhee og Nico Muhly. Það er því ljóst að unnendur sígildrar tónlistar þurfa ekki að kvíða haustinu. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar með Vadim Repin hefjast kl. 19.30 í kvöld. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira